Veturinn hefur skollið á hérna í Belgíu, eftir mjög langt haustveður kom frost með tilheyrandi snjó síðustu helgi. Belgar eru eins og Bretar... bara hætta að virka þegar það koma mínus gráður hvað þá ef það fer að snjóa. Snjórinn kom á föstudaginn og vorum við fjölskyldan búin að mæla okkur mót við nágranna okkar á veitingastað í næsta þorpi. Vinkona mín sagði mér þegar við vorum komin þangað að hún hafi verið að spá í að senda mér sms um það hvort ég héldi að við kæmumst í kvöld...... en hætti við þar sem að hún hafi haldið að ég myndi gera eilífðar grín af henni.... Já ég hefði líklegast gert það.... þetta var smá snjóföl en það er einmitt bara það sem þarf til þess að þeir fari ekki út fyrir hús síns dyr já eða keyra á 20km hraða. Auðvitað eru líka allir enþá á sumardekkjum hér svona til að gera þetta allt aðeins meira spennandi. Svo leið sem tekur yfirleitt 10 mín tók um 50 mín og svo framvegis. :)
En helgin var yndisleg í alla staði og naut Andrea sín í botn, ég gróf alvöru útifötin upp úr kössunum á háaloftinu og hún var úti meir og minna alla helgina :) Hennar orð mamma mamma þetta er eins og Jól.... snjór=jól.
Viktor er orðin aðeins betri af þessu langvarandi kvefi sínu er nú farin að sofa betur og líður bara betur í alla staði... þangað til í gær. Já kallinn er held ég að fá sína þriðju tönn, öll einkenni rjóður í kynnum, slef, hor og margar ansi þungar bleyjur... :D Varð alveg hreint brjálaður við sjúkraþjálfarann sinn... hún átti bara ekki til eitt aukatekið orð. En vonandi fer geyflann að detta niður svo hann taki gleði sína á ný.
Annars er þetta allt saman frekar sveitó hérna hjá okkur í sveitinni og skildi ég ekki upp né niður í því þegar Andrea sagði við mig að Pabbi hennar ætlaði að koma að ná í hana í skólann á mótorhjóli. Ég hélt að barnið væri bara "aðeins" að rugla og sagði nei nei pabbi kemur að ná í þig en bara á bílnum. En hún hélt því statt og stöðugt framm að pabbi hennar ætti að koma á mótorhjóli.... Við áttuðum okkur á því hvað barnið var að tala um þegar við sáum einn pabbann koma á vespu að ná í strákinn sinn í skólann. Á strákinn var skellt hjálmur og svo sat hann framaná hjá pabba sínum og þeir brunuðu heim. Við tóku langar útskýringar á því að þetta væri kannski ekkert svo sniðugt. Því ekki vildum við segja að þetta væri snar bannað og Andrea færi beint í strákinn og segði mamma mín og pabbi segja að það sé hættulegt og bannað að vera svona lítill á vespu. Svo við komum því einhvernveginn þannig fyrir að allavegana á Íslandi þá héldum við að svona mætti ekki.... og svo eitt annað að pabbi hennar ætti hreinlega ekki mótorhjól og gæti því ekki sótt hana þannig. :D
Annars eru Belgar ekkert mikið að stressa sig í umferðinni, þá bæði hvað varðar belti, áfengi og akstur eða hraða.... kannski það eigi vel við að segja því sunnar í Evrópu því meira kreisíness í umferðinni.
Við höldum ótrauðum æfingum áfram :D |
Pirraður tannálfur
a
|
Gaman að fylgjast með ykkur :) Hlökkum til að fá að sjá ykkur vonandi í sumar!
ReplyDeletekv. Sigrún, Kristján, Andri og Heiðbjört
Þið eruð svo dugleg og þú svo jákvæð. Haltu áfram þínu striki Sibba mín. Þessir litlu gullmolar þínir eru nú meiru ofurkrúttin! Þau eru eiginlega bara aðeins of sæt. Elska myndina af Viktori með derhúfuna! :)
ReplyDeleteKnús á þig og þína!
Ragga
P.S. Svaka gaman að hitta þig og hinar stelpurnar á kaffihúsi hérna í Køben um daginn. Legg til að við endurtökum leikin næst þegar við erum á sama stað í tíma og rúmi ;)
já Ragga við verðum bara að hittast aftur þegar við erum á sama stað :)
Deletesvo gaman og gott ;)
knús og kossar