Thursday 23 February 2012

Hlaðin batterí....

Við mæðginin lögðum upp í smá ferðalag fyrir viku, fórum í heimsókn til svíðþjóðar. Heimsóttum gamlar heimaslóðir í Helsingborg, gistum hjá ömmu og afa i Malmö og kíktum í skottúr til Kaupmannahafnar. Mikið var þetta gaman og hreint út sagt alveg nauðsynlegt fyrir mig, ég fattaði það ekki fyrr en ég hafði verið með vinkonum mínum í Helsingborg hversu mikið ég þurfti á þessu að halda.
Eftir að bakslag kom í meðferða úrræði fyrir Viktor þá hreinlega fattaði ég ekki að ég hafði tekið árarnar upp í bátinn og látið mig reka í smá stund... 
Það kom upp smá uppgjöf í mig og ég var bara búin að segja ohhh mig langar heim í huganum..... (ísland, svíþjóð eða... Danmörk...) Ekki það að ég hafi ekki hugsað það oft áður hvað er ég að gera með börnin mín í útlöndum....
En ég hef nú samt verið minnt á það að það sé nú bara margt ekkert verra hjá okkur í Belgíu en til að mynda á Íslandi...  tölum nú ekki um Danmörku.. En engu að síður þá kom bara þessi sterka löngun að fara "heim". Alveg sama löngun og kom þegar Viktor fæddist... Ég vildi bara vera umvafinn fjölskyldu og góðum vinum sem þekktu mig best..
En eftir alveg hreint yndislegan tíma með fjölskyldu og vinum þá fékk ég öfugt við hvað ég hélt að myndi gerast, bara meiri styrk til að fara heim aftur og finna góða lausn fyrir okkur. Og var alveg hreint sannfærð um að allt saman ætti þetta eftir að blessast :)
Ég er svo glöð að ég sé á leiðinni "heim" í dag til Belgíu og líður bara mjög svo vel og er hreinlega endurnærð á líf og sál. Þetta litla ferðalag sýndi mér líka bara að þegar við erum tilbúinn að fara til baka þá verður það yndislegt að vera nær þessum yndislegu vinum okkar og hvað þá ef hluti fjölskyldunnar verður enþá á þessum slóðum... ;)
re united :D

Svíarnir kunna þetta

og þetta

fékk líka að fara í leikland


Með Holly vinkonu sinni

mikið að gera hjá Tante

Vinkonur

Skoj;)
ömmu og

afa gull

krúttsprengjurnar mínar

afi og 80' hárgreiðslan :) klipping priority

Lyftann hjá M&P síðan 1940

gamla hoppurólan mín..

Svo verður bara skellt í nokkrar kökur, sett rjómi á aðrar og gert og græjað heima því prinsessan á afmæli á laugardaginn. Hér verður svo heljarinnar partý á föstudaginn og öruglega laugardaginn og sunnudaginn :D Við fórum frá ömmu og afa í svíþjóð og komum heim og þar voru amma og afi úr árbænum kominn, er því bara dekur út í eitt þessa daganna:)



Byrjunar stig Barbie köku
og svo er fríið búið og við erum sko kominn back to work ;)

S

3 comments:

  1. Yndislegt að hitta ykkur! Xoxo, E

    ReplyDelete
    Replies
    1. og svo yndislegt að hitta þig:) hlakka bara til næst ;)

      Delete
  2. Hlakka til þegar þú kemur og hleður batteríin á Íslandi :) góða skemmtun á laugardaginn, gaman að lesa og sjá myndir.
    love Erla

    ReplyDelete