Viktor fékk reyndar mjög háan hita og bronkeitis, þurftum við því að fara með hann á spítala en blessaðist það allt saman vel. Held að þetta hafi verið verst fyrir sálartetrið á mömmunni þar sem að hún þjáist af þessu nagandi samviskubiti sem held ég að margar mæður þjást af. Nokkrar vinkonur mínar hafa talað um þetta og einmitt skrifað pistil um þetta. Það er þegar þú hefur samviskubit yfir því að þú sért ekki að ná að gefa báðum börnunum eða öllum börnunum þínum næga athygli/ sinna þeim eins og skyldi. Ég fór um nótt með Viktor upp á spítala og hafði því alla nóttina til að velta þessu fyrir mér... ég hafði miklar áhyggjur yfir því að ég væri bara ekki búin að ná að gera nógu vel fyrir Andreu síðan Viktor fæddist. Þetta er auðvitað þetta venjulega samviskubit sem margar mæður fá, blandað í það er auðvitað að fæðing Viktors var erfiðari útaf fréttunum um auka litninginn og auðvitað þarf ég að gera aðeins meira fyrir hann þar að leiðandi.
Ég lág þarna með litla gullið mitt og hugsaði um stóru stelpuna mína og vonaði að hún væri nú ekki búin að lýða of mikið fyrir þetta allt saman. Ég varð mjög leið og hugsaði, verður þetta alltaf svona ef við förum í frí þá kannski þarf að fara stundum með Viktor á spítala eða til læknis því hann er viðkvæmari en ella. Æ og hún þarf að koma upp á spítala og vera heilan dag meðan við bíðum eftir því að vita hvort við gætum farið heim á hótel. Hún er svo dugleg þessi yndislega stelpa okkar og sat hún og beið á meðan við þurftum að redda ýmsu með tryggingar og annað og bíða eftir því að Viktor gæti fengið lyfið. Ég varð alveg yfir mig leið og fannst þetta svo leiðinlegt fyrir hana og hugsaði hvað þetta væri nú erfitt fyrir þetta stíri að fatta. En auðvitað þekkir hún ekkert annað. Á meðan ég var í öngum mínum yfir þessu þá sagði Óli mér að hún hafi verið í essinu sínu yfir því að vera bara ein með pabba sínum :D. Það er lítið annað hægt því að gera en að gefa henni alla þá ást og umhyggju sem við eigum og leyfa henni einmitt að njóta sín líka ein með mömmu og pabba endrum og eins.
Við æltum að halda áfram að njóta sumarfrísins saman :)
S
mini diskó allir í stuði |
Alltaf að líkjast pabba sínum meir og meir;) |
oh þú ert sko ekki ein um að hugsa svona.
ReplyDeleteÞegar Jakob fæddist þá hugsuðum við allra fyrst um stóru strákana okkar og okkur fannst við hafa bruðgist þeim. Fannst við vera að leggja svo mikið á þá að eiga framtíð með lítinn bróður sem myndi alltaf krefjast aðeins meira og vekja athygli.
En erum alltaf að sjá betur og betur að við erum ekkert að leggja á þá. Við erum að gera þá að sterkari manneskejum. Þeir verða svo miklu miklu umburðarlyndari en þeir hefðu annars orðið.
Auðvitað gefur maður þeim eins mikla ást og umhyggju og maður hefur uppá að bjóða og meira getur maður ekki gert. Held líka að það sé alveg nóg :)
Knús á ykkur
Ég kannast vel við það sem þú skrifar um, Katrín hefur þurft að þroskast mun hraðar og við ætlumst til mikils meir af henni en Kristjáni á sama aldri og hann verður einhvernveginn alltaf litla barnið (nema fleiri bætist við ;) )
ReplyDeleteÉg skil svoo vel hvað þú meinar, en mundu að þið gáfuð Andreu Viktor og hún mun búa að því alla ævi að hafa fengið að kynnast honum rétt eins og þið. :* systkina ástin er mögnuð.
ReplyDeleteVonandi er hann búinn að jafna sig litli sæti kútur! Njótið sumarfrísins!
kv. Eyrún
Ætli flestar mæður hugsi ekki það sama? Yngri börn þurfa alltaf meiri athygli og umhugsun og svo er maður bara alltaf með tvær hendur þó að börnunum fjöldi. Getur alveg komið sá tími að Andrea verður erfiður unglingur meðan það þarf sama og ekkert að hafa fyrir Viktori ;) Maður gerir bara eins vel og maður getur og meira getur maður ekki gert!
ReplyDelete