Friday 14 September 2012

Rútína....

Skóli og rútína hefur tekið við hversdagnum hjá okkur og líkar okkur það bara mjög vel. Sama blíðan í september í ár og í fyrra og gerði ég sömu mistök fyrsta skóla daginn hjá Andreu og í fyrra. :) Það er búið að vera um 25c hiti og sól alveg síðan hún byrjaði og er íslendingurinn ég ekki alveg að setja saman 2 og 2 því hjá mér er bara skóli/september = kalt hlý föt. Setti Andreu í langerma bol og sokkabuxur (kannski ekki svo hlýtt á íslenska mælikvarðan) og bætti svo alveg gráu ofan á svart með því að setja hana í leður skó hahahaha Þegar ég kom og náði í hana að springa sjálf úr hita... þá var hún auðvitað búin að rífa sig úr bolnum komin á nærbolinn sem betur fer, en greyið enþá í sokkabuxunum og skónum hahaha En næstu daga á eftir og alveg þangað til í dag þá hefur hún bara farið berleggja, í stuttermabol og í söndulum. Veðrið hefur semsagt alveg leikið við okkur. Varð mér á síðustu um helgi þegar við vorum að keyra á ströndina að kíkja á veðurspánna í símanum.... hjá okkur voru 24c kl 11 um morgun en þær voru 4c á Íslandi. Ég fékk nett sjokk vá hvað hitiastigið er búið að lækka heima á stuttum tíma, finnst eins og það hafi verið í gær að allir voru að hrósa hvað það væri hlýtt. En svona er þetta nú.



Viktor er glaður og kátur á leikskólanum og er svona eiginlega að sætta sig við þetta... ekkert að væla lengur en svona hálf móðgaður vinkar hann okkur bless. Þessi ákveðni herra veit nefnilega alveg hvað hann vill... já ég hélt bara að ákveðna genið myndi vera í kvenkyns legg þessarar fjölskyldu en það virðist hafa villst inn í karllegginn líka hahah ;) Svo er það glaðasti prinsinn sem mætir manni þegar við náum í hann og er fljótur að byrja að vinka fóstrunum sínum bless;)
Það gengur vel með alla þjálfun hjá gullklumpnum okkar en það er í nógu að snúast í pappírsvinnunni til að við fáum allt sem hann þarf og við eigum rétt á :) 
Sjúkraþjálfarinn hans Viktors gladdi okkur svo með þeim fréttum í dag að Viktor væri að standa sig alveg ótrúlega vel og að hann héldi að það væri ekki langt þangað til hann færi að labba. Við erum svo glöð með það því að þrátt fyrir að við höfum svona haldið að það sé stutt þá vitum við líka að það tekur allt sinn tíma og viljum ekki vera að vona of mikið. Svo þessi staðfesting yljaði okkur mikið og maður sér að æfingarnar okkar hafa líka borgað sig:)
Ég ákvað svo að skella mér í flæmsku nám og hlær Andrea mikið að mömmu sinni þegar hún kemur heim og segir henni hvað hún hafi verið að læra í dag. Horfir á mig og segir mamma maður segir þetta skoooo ekki svona heldur svona og þá tekur hún allan framburðinn og ýkir alveg í tætlur að mínu mati hahahahaha. En henni þykir þetta svo eðlilegt og ég hljóma bara alveg hræðilega að hennar sögn :) 

En bestu frá Belgíu
S














1 comment:

  1. KK greinilega ekki sá eini sem er ekki að samþykkja leikskólann einn tveir og bingó. Alveg engan veginn að skilja það að vera skilinn eftir einhvers staðar eftir að hafa alltaf verið með mömmu sinni, hann er þó í þeirri framför að hann byrjar ekki lengur að grenja á bílastæðinu heldur bara þegar pabbi hans labbar í burtu haha...

    Kv.Linda

    ReplyDelete