Ég trúi á Guð og er þeirra skoðunar að það sé gott að hafa trú. Ég ólst upp við að trúa á guð og biðja bænirnar og að það sé gott að tala við guð ef manni líður illa. Eftir að ég eldist og fór að horfa á fréttir og læra meira þá fannst mér samt trú oft á tíðum vera uppsprettan af stríði, annarskonar ágreiningi eða mismunandi túlkun á hlutum. Mér finnst þetta ótrúlegt því ég held að þegar á botnin er hvolft þá er trú oftast byggð eins sama hvort við erum kristinn, búdda trúa, hindúa eða múslimar. Við höfum öll okkar guð og fylgjum henni eins vel og við getum.
Í dag þá var flæmsku kennarinn minn veikur og enginn kennsla ég og vinkona mín sem kemur frá Sýrlandi ákváðum að setjast niður í kaffistofunni og fá okkur kaffi saman. Ríma kemur frá borginni Aleppo sem er í norður Sýrlandi og hún er kristinn, hún er föst í Belgíu eftir að ástandið versnaði þar núna í sumar. Hún hefur í kaffitímunum sagt okkur svona aðeins af sjálfri sér, hún og maðurinn hennar koma oftast 2-3 á ári til Belgíu því maðurinn hennar gerir viðskipti hér svo fara þau alltaf aftur til baka eftir mánaða veru. En núna í lok júní þegar þau ætluðu að fara heim þá var allt orðið vitlaust í Aleppo og þau komust ekki heim. Hún hefur sagt mér að systir hennar og fjölskylda búa enþá í Aleppo og mamma hennar en bræður hennar tveir hafa fært sig til Líbanon með fjölskyldur sínar. Hún hefur komið í uppnámi í skólan því að kvöldinu áður voru tvær kirkjur sprengdar upp í nágreni heimilis þeirra. Ég heyrði strax á henni að henni þótti mikilvægt að ég og önnur vinkona okkar vissum að hún væri kristinn og hún og maðurinn hennar vildu ekki vera flóttamenn í Belgíu. Þau fengu vísanu sínu framlengt á þeim forsendum að það sé ekki hægt að fara til baka eða það sé hættulegt en þau vildu ekki vera flóttamenn.
Hún sagði mér að í gegnum aldirnar hafa múslimar og kristnir lifað í samlindi í Sýrlandi og gengið saman í skóla og virt hvort annað. En með tilkomu aðfluttra múslima síðustu ár þá hafa öfga hópar sprottið upp sem eru ósáttir við hvernig málum er háttað. Að forsetinn þeirra sé frjálslyndur þrátt fyrir að vera múslimi og það séu ekki allir sáttir við það. Einnig sagði hún mér að stjórnarhátturinn í landinu hafi kannski ekki verið með besta hætti þrátt fyrir góðan forseta, þar sem að allir peningarnir hafi farið í að styrkja borgirnar en ekkert gert fyrir landsbyggðina og litlu þorpin. Í raun byrjuðu óeirðirnar svo á friðsælum mótmælum fólksins frá landsbyggðinni sem stigmagnaðist svo í þetta stríð sem er í dag. Vill Ríma vinkona mín meina að fæstir vita nákvæmlega í dag hvað er verið að stríða um. En eitt er víst alveg á hreinu og það er stórhættulegt að vera kristinn í Sýrlandi í dag og í öllu kaosinu á að "útrýma" þeim/ bola þeim út úr landinu.
Í dag sagði Ríma mér frá fallegu stöðunum í Sýrlandi, hún minnti á sjálfan mig þegar fólk vill vita meira um Ísland og fallegu náttúruna og ég fer á flug. Hún tók mig hreint út sagt í ferðalag, mér fannst ég vera komin á ströndina þeirra að sóla mig með fallegu klettunum og hvíta sandinum. Alveig eins og í suður Frakklandi að hennar sögn..... já hún sagði mér nefnilega það að á ströndinni þeirra þá verður maður að vera í baðfötum. Til dæmis ef heitttrúaðir múslimar sem klæða konur sínar svörtu frá toppi til táar vilja vera á ströndinni þá verða þær að fara í baðföt, fá ekki að sitja á ströndinni nema að fara eftir reglunum. Mér þótti þetta smá merkilegt. Hún sagði mér frá kirkju sem heitir St Simeon Stylites sem á að vera ein elsta kirkja í heimi og gamla bænum í Aleppo sem hefur að geyma litlar þröngar götur fallegan arkitektúr og einn elsta og stærsta kastala í heiminum í dag. Hún tók mig í huganum til fallegu ólífu akrana þeirra og lét mig fá vatn í munninn þegar hún sagði mér frá allskonar góðum mat sem eru þjóðaréttir í Sýrlandi. Eftir yndislega stund yfir heitum kaffibolla þá hrukkum við aftur til veruleikans og hún varð smá leið því að kannski og vonandi bara kannski á hún ekki eftir að geta snúið aftur til landsins síns. Ég sagði við hana að ég hafi hugsað mikið um þetta hvernig það væri nú ef einhver eða einhverjar aðstæður myndu gera það að verkum að ég gæti ekki og fengi ekki að búa í landinu mínu. Að ég vildi það voðalega mikið en það væri ekki öruggt og að allt sem áður tilheyrði mér og fjölskyldu minni hafi verið þurkað út. Ég viðurkenndi það fyrir henni að þetta væri nær ómöguleg hugsun því þetta væri svo fjarri því sem ég héldi að gæti gerst á Íslandi. Sem tekur mig til baka til byrjun þessara pósts, það er trú og að mismunandi trú setji af stað stríð sem hefur í för með sér alla þessa hræðilegu hluti.
Ég er samt staðráðin í því að það er gott að trúa og hefur trúin alltaf reynst mér vel. Margir spurðu mig hvort að ég var reið guði þegar Viktor fæddist. Ég horfði alltaf á fólk og fannst þetta skrítin spurning, ég var ekki reið guði en ég spurði hann oft afhverju hann?, afhverju litli fallegi sonur minn? ? Þrátt fyrir að lífið hafi gefið mér margar nýjar spurningar síðasta árið þá hefur það líka sýnt mér að trúin er góð og hjálpar manni alltaf sama hvað það er sem við trúum á en ég er líka þeirra skoðunar að öll trú getur orðið hættuleg ef hún verður of mikil eða er mistúlkuð.
S
Flott blogg! Alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín! þú ert svo klár og góð! Söknum þess að geta ekki kíkt á ykkur! knús frá svíþjóð
ReplyDeleteÓlöf xxx