Langaði aðeins að segja ykkur frá því að við notum og höfum notað síðan Viktor var mjög lítill tákn með tali. Það er ekki táknmál heldur tákn með sumum orðum sem maður notar þegar maður talar. Þessi talháttur er notaður í mjög mörgum löndum og þá sérstaklega fyrir börn sem eru þá með einhver syndrome, sein til tals eða einhverskonar málheltu. Ég veit til þess að á Íslandi er þetta líka notað á mjög mörgum leikskólum og sérstaklega þegar er sungið. Þeir sem ég þekki sem hafa notað tákn með tali segja að oft þá hafa börnin meiri orðaforða en jafaldrar og geta því tjáð sig meir. Fyrir okkur íslendinga er til æðisleg heimasíða með öllum táknunum og góðum útskýringum, hreyfimyndum til að læra tákninn. www.tmt.is Táknin á milli landa eru ekki alveg þau sömu en mjög svipuð. Við ákváðum að notast við Hollensku táknin strax frá upphafi. Það er mun léttara fyrir okkur tvö að læra þau tákn heldur en að láta alla á leikskólanum og þá sem vinna með hann að læra íslensku táknin. Það sem við byrjuðum með var að nota alltaf tákn með ertu svangur/ viltu borða og þegar við vorum að gefa honum að borða þá sýndum við honum táknið. Einnig með að drekka. Táknin fyrir þetta eru allir puttarnir saman að munninum eins og maður sé að fara að borða eitthvað og drekka er eins og maður sé að fara að sjúga þumalinn og hellir í leið eins og úr glasi. Þetta höfum við gert líklegast frá 6 mánaða aldri og er árangur "erfiðiðsins" að koma núna. Drengurinn viriðist bara vera sísvangur hahahah eða að honum finnst ógurlega gaman að gleðja foreldra sína og sýna listir sínar :) Fyrsta sem hann gerir þegar hann vaknar á morgnana er að tákana borða og þegar hann kemur úr leikskólanum þrátt fyrir að vera nýbúin að borða.... og matarlyst hefur hann alltaf. Sérstaklega í það sem honum þykir gott, hann verður líklega ekki kallaður Vikki beikon eins og faðir hans grínaðist með fyrst eftir að hann fæddist heldur Vikki franska :D Franska... já hann tekur þetta svo bókstaflega með þjóðarétt Belga... heldur að maður eigi bara að borða þetta í öll mál og er gjörsamlega sjúkur í franksar. Já þetta er ekkert smá fyndið og horfum við stundum á hvort annað og förum að skelli hlæja, þegar það er ríflegur hálftími síðan hann borðaði og hann táknar aftur að hann sé svangur ;)
En mikið gleður það okkur að hann sé farinn að tákna og verður og er mikið léttara og minna um pirring að hans hálfu.
yfir og út
S
Þetta er nú meiri krútturassinn!!! Ég kann að segja fiskur á íslensku. þarf ég að koma í heimsókn og koma smá aga á matseðilinn?!?
ReplyDeletexoxo
Svissmiss
Begga klárlega fá þig í heimsókn og taka fiskinn :D við reynum að nota það tákn líka hahahaha gengur svoooo vel ef þú skilur :D
Delete