Hér erum við búin að vera heima síðan Viktor fékk lugnabólgu, eða það er Viktor má ekki fara í leikskólann en við förum þrisvar í viku í sjúkró, iðjó og talþjálfun.
Við höfum svo fengið annan sjúkraþjálfara heim í svona "hósta"/öndunar sjúkraþjálfun (ademhalingskine á hollensku). Mér finnst þetta bara frekar sniðugut og veit ég ekki hvort þetta er notað annar staðar en hér en þetta er þannig að sjúkraþjálfarinn situr á svona yoga bolta og hoppar upp og niður með Viktor og heldur um leið þéttingsfast um öndunarfærin. Viktor andar þá dýpra niður í maga og þjálfar lungun og nær að hósta upp slími og ógeði sem er jafnvel fast í lungunum útaf lungnabólgunni. Þessi þjálfun er víst mikið notuð hérna á krakka. Viktori finnst þetta bara voða gaman og trallar bara með og syngur og hóstar svo þess á milli.
Það hefur verið nóg að gera hjá okkur en mamman því miður ekki komist í skólann og lítur út fyrir að hún verði aðeins að setja það til hliðar í bili. Við fengum nefnilega eyrnabólgu núna rétt fyrir helgi með tilheyrandi hita OG svo er þessi elska að fá allavegana fjórar tennur..... Já það má með sanni segja að það sé allt já allt að gerast í þessum litla kroppi þessa dagana. Úff púff.... svo erfitt þegar maður stendur ráðlaus við hliðiná litla gullinu sínu og er bara ekki viss hvað er að angra... eru þetta tennur? eyrun?.... eða er þetta lungnabólgann aftur. En við byrjuðum pensilín kúr aftur útaf eyrunum fyrir helgi svo þetta er vonandi að batna og ég held að þessar tennur séu nú að skríða upp... Ljósi punkturinn í þessu öllu er að tennurnar eru þá komnar upp og eru ekki svo margar eftir svo það er voða gott. Fórum við svo til læknisins í dag og lungun er í góðu lagi og eyrun að lagast. En læknirinn vill að Viktor sé heima í 1-2 vikur í viðbót því það eru búin að vera rs vírus tilfelli í leikskólanum og betra að V nái sér alveg áður en hann fer til baka. Svo já enginn skóli fyrir mömmuna og lítill tími í stúss en bara meiri kúr og knús og kjass :) með dassi af tannpirring og tárum.
Í sjúkró, á "hestinum" |
æfa sig að fara í skó ;) |
flottu feðgarnir |
rassinn á heimasætunni er meira upp en höfuðið þessa dagana:D |
Hér er svo að renna upp tími Sinterklas og Svarte Pete hjálpara hans. Andrea er að læra um þessar elskur í skólanum og svo kemur kallinn næstu helgi svo það verður rosalegt fjör ;) Bekkurinn hennar fer að skoða hús Sinterklas núna á fimtudaginn og svo hittum við hann hjá vinum á föstudaginn og svo kemur hann víst aðfaranótt laugardags og skilur eftir gjafir fyrir börnin. Svo í nógu að snúast hjá litlu dömunni á heimilinu því hún er líka að undirbúa sig undir komu íslensku jólasveinanna. Þetta verður nú eitthvað skrítið held ég þegar heim verður komið og ef hún vill halda í allar hefðirnar hahaha sem við höfum tekið þátt í okkar útlandaveru :D.
með góðum vinum að skoða hús Sinterklas |
Við erum svo bara að dunda okkur í jóla undirbúningi, erum búnar að vera duglegar að baka og ætlum að fara að skreyta og búa til aðventukrans. Andrea er sérlegur aðstoðarmaður í bakstrinum og finnst ekkert betra en að sleikja degið.... mmmm já ætli maður muni ekki eftir því hvað manni þótti þetta gott:). En núna í síðustu smákökusort þá bað hún mig vinsamlegast að trufla sig ekki þegar hún var að sleikja af hrærivélar spaðanum. ;)
Ekki trufla mig..... |
Hér reynum við því að gleyma okkur í jólagleðinni og njóta og hlakka til allra spennandi hlutana sem drýfur á daga okkar og setja á bak við okkur bolta leiðindi. :)
systkini í kasti yfir pabba sínum :) |
Bestu frá BE
S
ps rosalega gaman þegar fólk skilur eftir sig spor :D endilega ekki vera hrædd við það ;)
Spor spor spor.. Alltaf að lesa, allt útatað eftir mig! Svo gaman að lesa og skoða myndir, þau eru svo miklir krútturassar börnin þín :) og aaalveg einsog mamma sín!!!
ReplyDeleteKossarogknús frá Sviss
Xoxo
Begga
Litla krúttið hann Viktor þar sem hann situr með kinn undir hönd :) Frekar hugsi yfir þessu öllu saman. Haha.
ReplyDeleteOg Andrea er bara lítil Sibba. Ekkert smá lík þér.
Knús, Heiða
Flotti Viktor. Þarf að prófa þessar æfingar þegar Jakob hressist. Takk fyrir góð ráð.
ReplyDeleteKnús.
Spor & ást frá mér :*
ReplyDeleteGuðdómlega falleg börnin ykkar! Og greinilega gaman að prófa að búa í útlöndum og kynnast allskonar menningu ;-) Flott skrif hjá þér Sibba. Kveðja, Sara Hlín.
ReplyDelete