Monday 3 December 2012

Atvinnumaður morgun dagsins!!

Ég held ég hafi nú komið inn á það aðeins hér í blogginu að Andrea byrjaði að æfa fótbolta núna í sumar. Henni finnst þetta voðalega gaman, æfir hún einu sinni í viku og svo eru oftast leikir á laugardags morgnum. Hún æfir með lokal liðinu hérna í sveitinni hjá okkur og eru það bara strákar sem hún æfir með. Semsagt hún og strákarnir í bekknum hennar eða einu ári yngri og eldri, hún þekkir þá alla og er góð vinkona þeirra. Svo það er ægilega gaman oftast á æfingum og tala nú ekki um þegar hún fer að keppa. Hún er eina stelpan í hennar árgangi en það eru nú ein og ein í einhverjum árgángum hjá Sparta Wortegem.


Fótboltinn hjá stelpum byrjar ekki hjá liðinu sem Óli spilar með fyrr en stelpurnar eru held ég 11 ára og oftast bara hjá liðunum í kring ekki fyrr en um 8 ára aldur. Svo það tíðkast víst mikið að stelpurnar séu bara að spila með strákunum upp að þeim aldri.
Árgangurinn hennar Andreu hérna í Sparta Wortegem er yngsti flokkurinn og þau eru öll tiltölulega nýbyrjuð að æfa og því getan og árangurinn eftir því.:) Óli hélt því fram að hugsanlega væru þau lélegust í Belgíu til að byrja með (hahah) en það er ótrúlegt hvað þau hafa náð miklum árangri bara síðan í sumar og maður fyllist þvílíku stolti að sjá framförina. Leikirnir byrjuðu á því að enda í ansi mörgum tugum og núll fyrir hinum en þeim tókst nú að vinna leik um daginn og held ég að stelpan okkar ætlaði að springa úr stolti. Þar fyrir utan þá var það Andrea sem skoraði fyrsta markið sem liðinu tókst að skora í leik..... svo þið getið ýmindað ykkur gleðina hjá þeirri stuttu...... Já eða faðir hennar sem var á hliðar línunni þegar frumburðurinn gerði markið... :) :) :) Ég er ekki enþá viss hver var stoltari pabbinn eða dóttirin..... Það var allavegana hringt í miðjum leik gargandi af gleði... :)
Andrea hefur greinilega keppnis skapið frá föður sínum og á það til að fara grenja og verða fúl þegar hún tapar (óli er nú hættur því núna ;)).... og til að byrja með þegar þau töpuðu svoldið oft þá var það orðið fastur liður að hún kæmi vælandi eftir leikinn.... Ég nenni ekki að tapa... búhúúúúhúúú...... ekki það að móðirinn sé ekki keppnis manneskja... heldur þá tekur Andrea þetta bara á næsta level sem ég þekki ekki og get ekki séð sjálfa mig í henni (því það er mikið sem ég sé í henni sem er copy paste frá mér hahaha :)). En vonum bara að hvað sem hún tekur sér fyrir hendur þá kemur þetta keppnis skap henni langt.



En þangað sem ég ætlaði þennan blog póst. Fyrr núna í haust þá spiluðu þau við mjög gott lið sem er um það bil 20 mínútur frá okkur, Andrea var næstum því búin að skora en hitt liðið vann yfirburðar sigur. Ég man að eftir leikinn þá sagði ég Óla frá því hvað þeir hefðu verið góðir þessir litlu strákar og bara 5 ára.... ég sagði honum að það hafð verið tvíburar í liðinu sem voru alveg rosalega góðir já og nokkrir aðrir líka en tvíburarnir voru sérstaklega góðir. Núna á laugardaginn var svo leikur við þetta sama lið og Óli fór með Andreu og var að horfa á. Þegar hann stendur í makindum sínum á hliðar línunni þá kemur maður sem byrjar að tala við hina foreldrana og þeir segja honum að Óli sé leikmaður hjá Zulte Waregem. Maðurinn vindur sér að Óla og kynnir sig gefur honum nafnspjaldið sitt og segir honum að hann sé njósnari frá Zulte Waregem. Semsagt hann vinnur fyrir yngri flokkana hjá liðinu hans Óla, við að finna unga upprennandi fótbolta menn.... Seriously ég átti ekki til orð þetta var leikur hjá 5 ára gömlum krökkum.
En jú jú hann var semsagt að skoða einn úr hinu liðinu og hafði fyrir stuttu "scoutað" tvo aðra spilara hjá þeim sem voru góðu tvíburarnir sem ég hafði sagt Óla frá fyrr í haust. Hann sagði að þetta tíðkaðist hjá flest öllum "stóru" liðunum að hann væri bara einn af nokkrum sem vinna fyrir Zulte Waregem.  Fara þeir svo á mini strætóum og sækja strákana um allar sveitirnar hérna í kring fyrir æfingar. Til dæmis þá er þetta lið sem hann var að njósna um þarna, í 45 mínótna fjarlægð frá Waregem svo það er ágætis tími sem fer í æfingu hjá þessum 5 ára strákum :)
Óli fer svo að segja vini sínum í liðinu frá þessu núna eftir leikinn í gær og þá sagði hann og pabbi hans honum að þetta væri mjög algengt en væri víst ennþá meira hjá stelpu liðinum. Útaf því að stelpu liðinn eru svo fá og er því slegist um "talentana" sem spila með strákunum en það er oftast ekki fyrr en þær eru aðeins eldri. Jáhá... ég verð að segja að ég var smá sjokkeruð yfir þessu öllu saman... kannski er ég svona "naiv" en ég hélt bara að á þessum aldri (5ára+ nokkur ár) ætti þetta enþá bara að vera gaman ;). En hver veit nema að Andrea verði svo "scoutuð" til einhvers af stærri stelpu liðunum ef hún heldur áfram að vera svona dugleg og sýna þessu svona mikinn áhuga. ;) En eitt er alveg á hreinu að mamman ætlar að leyfa henni að hafa bara gaman af þessu eins leeengi og hún vill :)

yfir og út
S

4 comments:

  1. Vá, þetta er absúrd! Og margir foreldrar örugglega svo blindaðir af draumum um að börnin þeirra verði atvinnumenn að þau láta undan og greyið börnin þurfa svo að eyða 1,5 klst á dag í rútu milli bæjarfélaga og fá ekki að æfa með vinum sínum :/

    En mikið er Andrea dugleg að láta bara vaða í strákana, skal vel að pabbinn sé stoltur. Er svaka keppnisskap í minni en henni líkaði ekki kraðakið - fannst miklu meira gaman á æfingum þegar þau voru að keppast um að hlaupa eða reka bolta og enginn var að ýta og hrinda - þannig að við erum að spá í að prófa frjálsar í staðinn...

    ReplyDelete
    Replies
    1. Nei einmitt, okkur fannst mikilvægt að Andrea fengi að æfa með vinum sínum og hafa gaman ..
      Andrea hvartaði einmitt undan því fyrst að strákarnir væru að ýta henni en pabbi hennar sagði henni þá að þetta væri eini staðurinn sem hún ætti að vera alveg ógurlega frek á... og ekki gefa strákunum tommu eftir og bara tuddast í þeim til baka... það gerir hann alltaf:) En við erum einmitt líka búin að hugsa um frjálsar en það er ekki svo aðgengilegt hér eins og heima fyrir svona litla krakka.

      Delete
  2. Flott stelpa og hún á örugglega eftir að vera ofurflink í fótbolta eins og mamman og pabbinn!! Knús á ykkur!
    Helga Margrét

    ReplyDelete
  3. Andrea er ekkert smá flott! Verður gaman að fylgjast með henni i boltanum seinna meir.. Hér hætti vinur hennar i boltanum þar sem þjálfarinn var kona og honum líkaði ekkert við það (þrátt fyrir mikið tiltal)
    Finnst samt frekar mikið að setja svona mikið ferðalag a unga krakka.. en velgengni þessara liða biggist oft a góðum barna/unglingaflokkum sem seinna meir komast i efri deildirnar vel mótuð :)
    Knús Anna Rún :)

    ReplyDelete