Hér eru allir að hressast, við lentum inn á spítala með gullklumpinn hann fékk lungnabólgu og vorum við á spítalanum í 5 daga. Úff hann var alveg að verða geggjaður litli karlinn en voða duglegur og læknarnir svo ánægðir með hann. Hann var með æðalegg og gat því ekki alveg náð að labba eins og hann vildi en reyndi bara að gera sitt besta, gekk með rúllustöngina eins og gamall karl. Freeelsið sem fylgdi því þegar æðaleggurinn var tekinn. Hann var svo ánægður hljóp um allt .... 5 fm herbergið það er og gargaði af gleði. Mykið hugsaði ég til foreldra barna sem eru langveik eða þurfa að einhverjum ástæðum að dvelja langdvölum á spítulum. Heilbrigði er forréttindi og finnst mér við þurfa að minna okkur statt og stöðugt á það.
ekkert voða glaður í þessu fangelsi... |
gleðistrumpur komin heim :) |
Á fimtudaginn í síðustu viku kom svo út bókin Gleðigjafar og var heljarinnar útgáfuteiti á sunnudaginn í Eymundson skólavörðustíg. Við komumst því miður ekki en sendum okkar fulltrúa og var þetta víst alveg magnað. Bókin seldist upp í búðinni og hafa aldrei verið jafn margir í einu útgáfuteiti þarna. Ég er svo stolt af þessari bók og að fá að vera partur af henni, svo mikil þörf á svona bók. Þegar ég var beðin um að vera með þá var ég ekki lengi að svara játandi... ég hafði sjálf byrjað að skrifa söguna hans Viktors fljótlega eftir að hann fæddist því mér fannst það hjálpa mér... og einnig það voru bara ansi ótrúlegir hlutir sem gengu á þarna fyrst og mig langaði ekki að gleyma þeim. Okkar sögu þurfti ég að stytta töluvert en lengri útgáfuni hendi ég kannski í prent einhverntíman hver veit... Ég fæ mína bók senda í pósti á næstu dögum og hlakka voðalega til að lesa restina af bókinni.
Bókin fæst í Eymundson og er líka núna á afslætti á www.nuid.is og mæli ég eindregið með að allir nái sér í eintak og lesi þessa einstöku bók.
Dísa fór og náði sér í eintak :) |
í iðjuþjálfun |
að reyna að klæða sig í sokka... hahah |
Annars er húsbóndinn á heimilinu staddur í Androrra þessa dagana að taka þátt í verkefni Íslenska landsliðsins. Er því fjör hjá móðurinni á godda stöðum ;). Við erum óskaplega glöð yfir því að hann fái að spreyta sig aftur með landsliðinu en við fögnum komu hans heim seinna í dag og árangri þessarar ferðar :D.
yfir og út í bili
S
Bara skilja eftir mig spor, bloggið þitt er frábært.
ReplyDeleteGangi ykkur vel og vonandi helst gullklumpurinn hress :)
kv, Helga- lesandi :)
This comment has been removed by a blog administrator.
ReplyDeleteÆjj ég fékk sting í magann af því að sjá hann í þessu rimlafangelsi, ekki beint til að bæta ástandið þegar maður er veikur og lítill í sér fyrir. En innilega til hamingju með bókina og flottu forsíðufyrirsætuna, hlakka mikið til að lesa :D
ReplyDelete