Tuesday 30 October 2012

Gangandi Hulk og að sjálfsögðu Spiderman :)

Á fimtudaginn þá kem ég heim, Óli náði í krakkana í skólann og leikskólann og allir sátu við borðið að fá sér síðdegis hressingu. Búið að vera nóg að gera hjá fjölskyldunni og við vorum öll að ræða málin og segja frá síðustu dögum. Óli segir þá við mig að konurnar á leikskólanum hafi sagt að Viktor fari nú bara að labba á næstu dögum hann sé bara alveg að ná þessu.... ég sagði honum þá frá því að þegar við vorum saman heima deginum áður þá hafi hann einmitt sýnt góða takta, verið að standa upp sjálfur á miðju gólfi og taka 2-3 skref og svona. Svo stöndum við í eldhúsinu að ganga frá og Viktor er að fikra sig með veggnum að uppþvottavélinni (sem er í algjöru uppáhaldi) og svo tekur hann góð 6 skref útá gólfið í áttina til okkar.... Við vorum í sjöunda himni.... vá þvílík gleði og þegar hann pompaði á rassinn þá var sko klappað og trallað og veiað og bravóað..... hann var að sjálfsögðu svakalega glaður með sjálfan sig og foreldrarnir í skýjunum. Við þorðum nú ekkert að vona að nú væri þetta komið en þegar við vorum uppi að ganga frá upp á háaloft þá tekur hann sig bara til og byrjar að labba á milli allra hluta sem hann gat.... Að sjálfsögðu uppskar hann þvílík fagnaðarlæti og gleði... Ég get varla lýst tilfinningunum... þetta var svo yndislegt svo gleðilegt og gaman.
Ég held að margir foreldrar og þar með talið við áður en við eignuðumst Viktor gera sér ekki grein fyrir því hversu yndisleg öll þroskaþrep eru. Við gerum okkur ekki grein fyrir því og allt er svoldið sjálfsagt, að sjálfsögðu eru við öll rosalega glöð og hamingjusöm þegar litla barnið okkar getur gert eitthvað nýtt. Sýnir þroska og framför en þegar það kemur lítill einstaklingur inn í líf manns sem manni er sagt að sé ekki alveg eins og önnur börn þá breytist margt. Ég er þakklát fyrir allt það litla sem börnin mín sýna mér og hlutir sem ég horfði á Andreu gera og var auðvitað rosalega stolt yfir gefa mér aðra og miklu sterkari tilfinningu í dag... Ég er stolt af Viktori þegar hann raðar upp turni eða eins og hann gerði á fimmtudaginn byrjaði að labba en tilfinninginn er svo miklu sterkari núna, bæði útaf því að við höfum unnið hörðum höndum við að þjálfa hann og koma honum á bestu staði til að hann fái bestu þjálfun og því að núna þá veit ég að þetta er bara ekki eins sjálfsagt. Ég get sko alveg sagt ykkur það að þegar hann sleppti sér alveg þá fór ég að gráta... gleði hamingju tárum jáhá í mörghundruðusta skiptið hahah.





Á laugardaginn var svo  Halloween partý í skólanum hjá Andreu, hún vildi vera spiderman 2. árið í röð það kom ekkert annað til greina, hún tók ástfóstri við þennan vöðva massa búning/karakter í kringum fjögra ára afmælið sitt og hefur bara haldið tryggð síðan ;) Viktor fékk að fara sem Hulk :) fékk þessi fínu Didrikson ullarnærföt í jólagjöf síðustu jól frá frænkum sínum og komu þau að góðum notum ;)
Ég fékk reyndar Andreu til þess að íhuga það að vera beinagrind eða draugur næst en norn kemur ekki til greyna.... það er ekkert fyrir hana sagði hún mér. Mikið að gerast hjá þessari elsku núna og voru foreldrarnir svo stoltir þegar þau komu heim eftir foreldra viðtal og kennarinn ánægður með hana og hælir henni mikið fyrir hversu góða flæmsku hún talar. Henni sjálfri finnst þetta allt saman mjög sjálfsagt en henni finnst smá erfitt að vera stóra systir... Litla skinnið. Smá yfirþyrmandi kannski að bráðum á hún tvö lítil systkini:)
En hún er mikill pælari og húmoristi.... eftir einn fótboltaleik sem hún og liðið hennar spiluðu þá var hún mikið að velta fyrir sér hversu mikið hún vorkendi þjálfaranum. Pabbi hennar spurði hana nú hvað afhverju geriru það....? Æ hann Ceryl (strákur í liðinu hennar) hann er bara svo óþekkur og hlustar ekkert á þjálfarann.... (hmmm reyndar alveg rétt hjá henni) Pabbi hennar sagði við hana já æ það er alveg réttt, kannski þú getir reynt að segja honum að hlusta meira. Andrea sat hugsi í smá stund og sagði svo við pabba sinn.... Pabbi ég held það væri bara best að við myndum selja Ceryl........ hahahaha jáha pabbi hennar vissi lítið hvað hann átti að segja þarna annað en að hlæja. Var semsagt tiltölulega nýbúið að loka transfer glugganum hér í Belgíu og vinur okkar seldur til annars liðs..... :D

En yfir og út
S



brjálað að gera hjá græna kallinum ;)

fékk að taka með sér smá stuðningstæki.. enþá svo valtur ;)

Var að sjálfsögðu fyrstur á dansgólfið og elskaði reykvélina og allar græurnar :D


Smá pæjupósa í spiderman hahah







2 comments:

  1. oh veistu ég alveg táraðist við að lesa þetta. Skil vel þessar tilfinningar og hef einmitt fundið hversu mikið sterkari stoltið er við þroskaáfangana hjá Jakobi heldur en það var hjá strákunum. Kannski er það einmitt vegna þess að maður er að uppskera eitthvað sem maður hefur unnið svo hörðum höndum að á meðan þessir þroskaáfangar koma svotil að sjálfu sér hjá hinum börnunum.
    Til hamingju með þennan áfanga hjá duglega yndislega Viktori Hulk.
    Knús á línuna :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk elsku Fjóla... já ég veit þú skilur og mig hlakkar til að sjá Meistara Jakob ná þessum merka áfanga :D knús á ykkur

      Delete