Friday 14 December 2012

Þegar markmið verða að raunveruleika :)

Í dag fengum við þær fréttir að það ætti að færa Viktor á næstu deild. Það eru þrjár deildir á leikskólanum, baby deildinn svo mið deildinn og stóra. Þegar ég kom fyrst með Viktor í aðlögun þá tók ég eftir því að það voru tveir strákar þarna sem voru töluvert eldri. Báðir með fötlun og þurftu meiri hjálp. Ég man svo eftir því að ég fékk svoo mikinn sting í hjartað. Ég hugsaði æjjjj hér vorum við komin og Viktor passaði svo fínt inn í aldurshópinn sem var þarna... hann var 8 mánaða flestir voru í kringum 1 árs og aðeins eldri og svo líka yngri. Ég hugsaði vá hvað hann getur lært mikið af krökkunum hér. En ég fékk sting því að ég horfði á eldri strákana, báðir um og yfir tveggja ára, ég hugsaði með mér verður litli strákurinn minn svona.... miklu miklu eldri en hinir og á enga samleð með börnunum á sinni deild. Ohhh hvað ég var leið en ég bægði hugsunum mínum frá mér reyndi að vera bjartsýn. Vegna aðstæðna og styrkleika Viktors eins og þið getið lesið hér þá fékk Gullklumpurinn ekki að byrja á leikskólanum fyrr en í maí og voru eldri strákarnir þarna ennþá og ég fékk sama sting í hjartað. Ég fylgdist með þeim og var mikið að spá í það afhverju þeir væru ennþá á baby deildinni og hvernig það væri eiginlega í pottinn búið þegar ákveðið væri hvenær barn væri tilbúið til að fara á næstu deild og svo framvegis. Spurði mjög laumulega einhverntíman og fékk þau svör að það væri gott að þau væru byrjuð að labba og borða sjálf því tempóið á mið deildinni væri svoldi meira. :) Ég hugsaði með mér já ok þá er bara að vinna í því með Viktori en að sjálfsögðu vill ég að hann geri þetta á sínum hraða og að hann fái sinn tíma á deildinni sinni eins og hann þarf. Það sem ég hafði bara áhyggjur af var að hann yrði ekki dæmdur á hans forsendum og hvernig hann væri að þroskast sem einstaklingurinn Viktor heldur einstaklingurinn Viktor sem er með downs heilkennið. Ég var hrædd um að það yrði horft fram hjá honum þegar það ætti að færa börn niður á næstu deild útaf því að hann þyrfti hugsanlega meiri aðstoð og ahhhh hann gæti jú alveg verið aðeins lengur með litlu börnunum. 

Í haust þá fórum við á fund á leikskólanum með bæði þeim sem sjá um sjúkra, iðju og talþjálfun og starfsfólki frá deildinni hans og konu sem hefur fylgt okkur síðan Viktor var 6 mánaða og hjálpað okkur að fóta okkur í belgíska kerfinu. Þetta var rosalega góður fundur og við fengum að vita hvernig meðferðirnar gengu og hvað væri frammundan og fleira. Í lok fundarins vorum við spurð hvort það væri eitthvað sérstakt sem við værum að spá? Ég ákvað að tala um áhyggjur mínar og sagðist búin að vera spá í því hvenær börn færu á næstu deild og hvenær hugsanlega þau héldu að Viktor myndi svo fara á mið deildina. Þau sögðu mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því, allir ættu sömu réttindi og að sjálfsögðu myndu þau horfa á hvernig Viktor væri að standa sig og hans þroska en ekki aldur og að hann væri með downs heilkennið. Ég átti smá erfitt með að tjá mig þarna og þurfti alveg að kyngja nokkrum tárum Æ mömmu hjartað kramdist eitthvað við tilhugsunina að hann myndi sitja eins og trölla barn eingöngu með smábörn í kringum sig... En ég fékk góð svör og var ánægð að þau vissu mínar áhyggjur  en ég sannfærði þau líka um það að ég vildi bara að hann fengi sömu meðhöndlun og allir aðrir og að hann færi yfir á næstu deild þegar hann væri tilbúinn.


Svo í dag þegar Óli hringdi í mig himinlifandi og kátur yfir því að stóri (hmmm) duglegi strákurinn okkar yrði bara færður á miðdeildina eftir jólafrí... þá fékk mamman sjokkk....... Úfffffff "litli" stóri strákurinn minn haaaaa var hann tilbúin í það???? Og heilinn fór á flug.... og ég bombaði óteljandi spurningum á Óla..... hahaha jáhá var það kannski bara mamman sem var ekki tilbúin??? 
En hvað með matmálstímana og fær hann aðstoð með að borða og og og og OG Óli bara heyrðu slaka esskan. Svo taldi hann upp allt sem var í lagi og það sem hann þyrfti aðstoð með myndi hann bara læra miklu hraðar á stóru deildinni ;) Ég andaði inn og út og hristi hausinn og hló að sjálfri mér..... dísös Sigurbjörg fer í berjast berjast berjast gírinn og vill fá sanngjarna meðferð og svo þegar stóri strákurinn sýnir mér og öllum hinum hvað hann er ótrúlega flottur og skellir sér á næstu deild á sama tíma og öll hin börnin þá fær mamma gamla bara sjokk og skellir sér í svíberinn eins og Óli orðar það svo oft....... En þegar á botnin er hvolft og ég búin að fá minn tíma í að melta þetta allt saman þá er ég svo ógurlega glöð fyrir hann og hversu duglegur hann er þetta hunangs stykki okkar :D Hugsanlega þegar fleiri en eitt markmið verða að raunveruleika á stuttum tíma, þar sem Viktor byrjaði að labba ekki alls fyrir löngu. Þá verður þetta allt saman kannski smá yfirþyrmandi :). Ætli ég skoði ekki aðeins miðdeildina á mánudaginn og sjá hvort að honum sé óhætt hahahahahaha ;) 

Við höldum því inn í helgina eitthvað örlítið stærri :P
yfir og út
S

1 comment:

  1. Yndislegt blogg og Viktor minn svo duglegur! Knús í hús :*

    ReplyDelete