Thursday 29 September 2011

Lavender/myntu- loft-belgur

Hér í Belgíu eru rosalega margir loftbelgir og sérstaklega hérna þar sem við búum í ;) sveitinni ;).... þeir eru svo nálegt okkur að maður sér vel hvað stendur á þeim og svo hafa meirisegja nokkrir lent á túni sem er nánast í næstu götu ef maður getur orðað það svoleiðis. Okkur finnst þetta mjög skemmtilegt og erum ég og Andrea stundum úti að fylgjast með þessum farartækjum :)


Svo eigum við einn loft belg og það er hann Viktor Skúli, hann er búin að vera með smá slen í sér og fengum við hómópata stíla sem eiga að hjálpa við að losa slím. Þessir stílar eru úr jurtum og er lavender og mynta í þeim. Lyktar hann því að myntu og prumpar lavender lykt ;) svo það er enginn skítalykt á þessum bæ :D


Annars hefur veðrið leikið við okkur síðustu daga:) eitthvað sem við erum ekki vön á þessum tíma árs. Ég er að hafa mig alla við að setja Andreu ekki of klædda í skólann og hafa Viktor líka léttklæddann. Vonandi heldur þetta eitthvað áfram út vikuna og næstu.


S




1 comment:

  1. það er eitthvað svo spennandi við loftbelgi..vonandi að litla kút batni fljótt, knús ErlaK.

    ReplyDelete