En já eftir að ég fór að skrifa hérna á bloggið um Viktor og margir fóru að lesa og þá kannski líka fólk sem ég þekki en er kannski ekki endilega í sambandi við. Þá komst ég að því að það eru foreldrar sem ég þekki þarna úti sem eiga börn sem eru með einhverskonar fötlun. Ég er svo glöð að ég skrifaði um Viktor því ef ég hefið ekki gert það þá myndi ég ekki vita af hinum vinum mínum sem eru í svipaðri stöðu. Þrátt fyrir að við séum ekki að díla við sama hlutinn þá hef ég fundið það að það ríkir mikill skilningur um svo margt.
Vinkona mín sem á son sem er einhverfur hringdi í mig um daginn og spurði mig hvort við værum með Ipad... ég játti því og hún sendi þá á mig sniðuga síðu sem er með apps fyrir ipad. Sérhannaðir fyrir börn með einhverfu en svo eru nokkrir líka ætlaðir börnum með downs heilkennið og aðrar fatlanir. Svo þegar við vorum að tala saman og skoða þetta þá sáum við að þetta er líka bara sniðugt fyrir öll börn. Þroskandi og skemmtilegt. Hér er linkurinn. Endilega kíkið á þetta, svo sniðugt.
http://www.b12patch.com/blog/autism/10-great-ipad-apps-for-autistic-children/


Hann gengur enþá undir nafninu ávaxta skrímslið því að það er svona já eins og það komi enþá lás á kjálkann ef það er ekki smá ávaxta mauk í blöndunni sem hann fær í matinn :) Virðist sem að þetta sé hinn besti diet því að hann stefnir hratt á Zumóglímukappann þar sem að hann er orðin 8kg og næstum 70cm ;) En mig langar að nota tækifærið og spurja hérna því það gekk svo vel síðast. Hvað eruð þið að gefa í morgunmat svona krílum.... hef það stundum á tilfinningunni að Viktor sé svoldið leiður á þessu grauta standi... :) ???
Andrea er svo að græða á tá of fingri á því að búa í öðru landi núna þegar hátíðarnar nálgast. Hefðin er nenfilega hér að það kemur dírðlingurinn Nikulás (SintNiklas) frá spáni aðfaranótt 6. des og með honum Svarti Pétur (svarte pete). Þá fá öll börnin hér í skóinn. Svo hún fær þá í skóinn plús okkar 13 íslensku jólasveinar og svo kemur belgíski jólasveinninn aftur aðfaranótt 25. des.... Andrea heldur að Sinterklas sé jólasveinninn... við höfum reynt að útskýra málið en hún bara harðneitar fyrir það... og segir að eini munurinn sé að þessi sé með örðuvísi húfu.... ;) Satt besta segja þá lítur Sinterklaas bara út fyrir að vera prestur í mínum augum... eða biskup. Hvað finnst ykkur?
Fórum á svona Sinterklaas hátíð hjá liðinu og hittum "jólasveininni" :) Andrea var ekki alveg eins borubrött og vanalega hahah
Yfir og út í bili
S
Ég var líka eitthvað svo leið á þessu grauta standi en þá sagði húkrunarfræðingurinn upp á heilsugæslu að það væri rosa gott að gefa þeim allavega einu sinni á dag svona tilbúin graut neslé eða einhvern þannig af því þeir eru yfirleitt vítamínbættir sem á víst að vera gott? Ég gaf eldri stráknum mínum alltaf hafragraut og maukaði banana úti á morgnanna og svo áður en hann fór að sofa svona tilbúin graut, er alveg að fara að gera það við yngri líka hehe.
ReplyDeleteTakk kærlega fyrir linkin á öll appin. Ég á nefnilega ipad sem er búin að nýtast mér rosalega vel með strákin minn.
Kv. Maggý
ReplyDeleteHaha eins og banani :) Vonandi fer þetta að koma hjá litla kútnum. Hann stendur sig greinilega súper vel!
ReplyDeleteFrábært að þú getir spjallað við fólk í svipaðri stöðu og fengið ráð og stuðning, það er ótrúlega mikilvægt. Mér finnst mig oft vanta að geta talað við einhvern í sömu stöðu og ég, en er að fá frábæra þjónustu uppá spítala núna, lillan (stóran) mín verður þar út des :)
Mér finnst þessi jólasveinn og fígúrurnar hans mjög fyndnar, hann er eins og jóla-biskup :)
Bestu kveðjur, Rakel S
Þau eru bara flottust og heppin að eiga svona duglega og frábæra foreldra!!
ReplyDeleteStórt knús frá Mechelen xxx
Gaman ad lesa um hvad allt gengur vel. Eg se Andreu alveg fyrir mer, a eina sem er eins ;) kysstu duglegu fallegu bornin ykkar fra mer! Knus, Olla
ReplyDeleteSjá þessi sætu systkini, þau eru bara æði og foreldrarnir líka :)
ReplyDeleteSigurbjörg frænka
Hæ Sibba,
ReplyDeleteFrábært blog hjá þér. Bið að heilsa Óla (og Stjána líka ef hann er ennþá í heimsókn).
Bestu kveðjur,
Sverrir Bergsteins.
Elsku Sigurbjörg og Oli
ReplyDeleteMikid er gaman fyrir afa og ömmu ad fylgjast med framgangi litla gullklumpsins og demantsperlunar. Sma saga, þad var litill gifsplatti upp a vegg i svefnbergi foreldra minna a bernsku heimili mnínu fyrir vestan a Flateyri. Sem barn skyldi eg ekki alltaf textan, en á plattanum voru foreldrar med mikinn barna hóp á göngu og þad yngsta i barnavagni, þad var ekki óalgengt i þá tíð ad hjón eignudust fra fjórum fimm upp i þetta tuttugu stykki. Ja tuttugu stykki, legg ekki meira a ykkur. Á plattan var ritað, og þetta man eg eins og eg læsi þetta núna. " ad verda faðir audvelt er en að vera fadir guð hjalpi mer" svo mörg voru þau ord. Audvita skyldi eg þetta seinna. Þeir voru ekki bunir ad fatta uppa smokknum og pillunni. En þad mikilvægasta er ad vid hvert einstakt verkefni leysi folk saman lifsgatuna þvi hún er svo undursamleg med öllum þeim brekkum og brautum sem matsedilinn býdur uppa.
Kvedja
Mamma og Pabbi Malmö