Tuesday 27 December 2011

Öll í fríi :D

Hér erum við loksins öll í fríi, alveg hreint yndislegt. Við nutum gærdagsins í botn og bara vorum á náttfötunum framm eftir degi, sváfum og borðuðum gott. Eftir leikinn á annan í jólum þá fékk Óli langþráða nokkra daga frí. Andrea er í skýjunum að pabbi sé með henni í fríi og spyr reglulega hvort hún sé að fara í skólann á morgun eða pabbi í vinnuna. Svo verður hún alltaf jafn glöð þegar við segjum nei við erum í fríi núna öll saman :D. 

kommst í jólatréð
Hjálpsöm
sprellari
Kleinu baksturs kellingar :D
Hár tosarinn mikli
Verið að æfa sig að standa




















Jólinn voru æðisleg og áttum við frábærar stundir með fjölskydlunni og náðum meira að segja að smala í eitt stykki fjölskylduboð. Já þetta fjölskyldu boð var ekki haldið í Kristniboða salnum;) heldur hérna hjá okkur. Frænka mín sem býr í Köln kom hérna með settið sitt og bróður og tókum við átfest og hlóum saman. 

Andrea var stórkostleg á aðfangadag, mig var farið að kvíða smá hélt hún myndi vera alveg trillt yfir pökkunum. En nei nei hún var hin "rólegasta" ef svo má segja. Jú jú hún spurði reglulega hvenær við myndum opna pakkana og svo bara beið hún. En svo þegar koma að því að opna þá var hún orðin ansi spennt og ætlaði held ég að tætast í gegnum alla pakkana á saman tíma. Viktor sat í fanginu á ömmu sinni og bara skildi ekki neitt í neinu hahahah....

Núna ætlum við að halda áfram að njóta...
yfir og út í bili 




Klassískur hártosari og pabbinn að reyna að fá Andreu með á mynd
 

trillingur
rólegheit

þvílík gleði

og meiri rólegheit
s


2 comments:

  1. Amma Ella í Sverige28 December 2011 at 14:23

    Já þetta var svo sannarlega skemmtilegt við afi nutum þessa að vera með ykkur og jólaboðið sem var á jóladag með Mæju systir og hennar fólki var sko ekki leiðinlegt.
    knús til ykkar

    ReplyDelete