Litla systir mín hringdi í mig í gær... ég legg áheyrslu á litla því að hún er 10 árum yngri en ég :D Við spjölluðum saman um heima og geyma aðalega um jólinn og hvað okkur hlakkar til þegar hún kemur til okkar 18. des. Svo fór hún að segja mér hvað var mikið að gera í vinnunni, hún er að vinna hjá póstinum og já það er alltaf svo mikið að gera þar í desember.
Svo daginn eftir er ég að koma Viktori í lúrinn sinn og fer að hugsa hvernig vinnu ætli ég hafi verið í ef ég hefði verið að vinna á hennar aldri.... og hvernig var eiginlega þjóðfélagsástandið þá og svo framvegis. Svo fer ég aðeins lengra með þessa hugsun og segi bíddu já fyrir 10 árum þá var ég........ svo kom svona ahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggggggg og uppljómun... ég var á fyrstu önninni minn í HR. HR var alltaf svo nálægt mér í tíma... ég er bara nýbúin í HR og það eru samt komin 10 ár síðan ég byrjaði.... Ómæ ómæ vá hvað tíminn er fljótur að líða. En ætli það sé þá ekki satt sem þeir segja "time flies when having fun" :D
Yfir í allt annað mig langar að nota tækifærið og minna alla á að það er hægt að kaupa mjög fallegt hálsmen til styrktar börnum með Downs heilkennið hjá Leonard. Það heitir Smjörgras og er hannað af Sif Jakobs og Eggerti Péturssyni.
Einnig er hægt að fá eyrnalokka í stíl ;)
Annars var gerð tillraun til að ná jólakorta mynd af systkynunum í gær..... já við getum sagt að þetta verður mjög svo athyglisvert jólakort í ár:D
Að klæða eitt barn í spariföt og ná einni góðri mynd af því er erfitt..... hvað þá þegar þau eru orðin tvö. Tölum ekki um að ef annað er mjög svo sjálfstætt og hefur sínar eigin hugmyndir um það hvað er TÖFF...... Andrea reyndi ansi mikið á þolrif foreldra sinna í gær já og eiginlega líka bróður síns.... Hann er nú ekki mikið að rífa sig en var beinlínis farinn að öskra á systir sína hahahahaha
Eitt mjög svo "töff" móment |
Jófríður þú ert með fjóra..... hvernig ferðu að þessu... jólkortinn frá ykkur eru alltaf svo flott :)??
yfir og út í bili
S
i love those kids!!!
ReplyDeletehahaha hlakka til að sjá jólakortið :) jólaknús ErlaK
ReplyDeleteÉg gæti gjörsamlega étið börnin þín elsku syss... þau eru svo falleg;) farin að sakna ykkar ekkert smá og öfunda eiginlega bara Hjördísi að vera að koma til ykkar alveg bráðum... knús á ykkur
ReplyDeleteLóló frænka
Ahahh ja thetta er alltaf smá maul sko...fynst best ad bada tha a kvoldin eftir matinn og tha er alltaf svo mikill galsi og tha naer madur einhverjum studmyndum....eg byrja ad reyna i novemver.....tok nuna god 3 skipti, en alltaf best ad hafa pabbann med ad hoppa og skoppa a bak vid og lata eins og fifl (svo eg held ad Oli se sa retti i hlutverkid...ahahah) !!! En eg er nu alveg a hreynu ad thinar myndir verda gorsjoss..ekki haegt med svona bjutiful model eins og thinir gormar eru ! Og ja timinn flygur sko madur VA...finnst ekki svo langt sidan madur var ad maeta ykkur Blikakonum i denn...man serstakelga eftir ther i einum leik uppa Skaga...thu gargadir svo mikid tharna i vorninni ad eg helt thu vaerir ad tapa ther..hihihih !!! Knus a ykkur elskurnar xxx joka
ReplyDelete