Wednesday, 28 December 2011

2011 verður 2012

Árið 2011

  • Hefur verið okkur svo lærdómsríkt á margan hátt við eignuðumst okkar annað barn og upplifðum við alla þá gleði sem fylgir því að bjóða nýjan einstakling inn í þennan heim.
  • En á nokkrum mínótum þá héldum við að heimurinn hefði hrunið og upplifðum við þá sorg sem maður upplifir þegar maður fær fréttir um að eitthvað sé ekki eins og það "á" að vera.





  • Við fórum í gegnum biðtíma sem gerði okkur samheldnari og sterkari
  • Við grétum og hugguðum hvort annað

  • Við fögnuðum heilbrigðu hjarta, sjón og heyrn
  • Við settum spurningamerki við það hvað sé fullkomið

  • Við glöddumst yfir góðum árangri í vinnunni
  • Við hættum að hugsa of mikið framm í tímann
  • sáum að það er gott að eldast, fögnuðum stórafmæli og glöddumst í giftingu

  • Hlóum og grínuðumst með hluti sem við héldum að við myndum aldrei gera
  • Við upplifðum alla þá gleði sem fylgir því að fagna litlu hlutunum í lífinu... eitt lítið bros :)

  • Við fögnum heilsunni á annan hátt og þökkum fyrir það að við séum heilbrigð á þann hátt að okkur líði vel. Og þökkum fyrir það að fólkið okkar hafi góða heilsu.
  • Við glöddumst yfir nýjum tækifærum
  • Breyttum til og lærðum nýja siði...



  • sáum Andreu læra hjóla

  • Þökkum fyrir gott heilbrigðiskerfi
  • Við heyrðum litlu stelpuna okkar tala enn eitt tungumálið.

  • erum þakklát á hverjum degi fyrir hvað við erum heppinn
  • nutum tímans sem við fengum með fjölskyldum okkar











  • Fengum sól og 25 + í lok sept byrjun okt

  • Eignuðumst nýja vini og endurnýjuðum kynni við gamla
  • Fórum á okkar fyrstu og kannski síðustu Halloween göngu :)

  • Nutum vetrarfrís í skólanum hennar Andreu 

  • Fengum smá foreldrafrí



  • Kynntumst Sint Niklas og svartapétri hjálparanum hans

  • Fengum góða vini í heimsókn


  • Nutum jólanna með fjölskyldunni og borðuðum gott

Árið 2012 ætlum við að fagna og bjóða velkomið til okkar með yndislegum vinum, elda kalkún í fyrsta skiptið og senda af stað lítinn loftbelg að Belgískum/Hollenskum sið :) og jafnvel sprengja smá ragettur að íslenskum sið ;).
2012 verður vafalítið fullt af óvæntum hlutum bæði sem eiga eftir að veita okkur ómælda gleði og jafnvel hlutum sem gefa okkur fullt af nýjum áskorunum.
Gleðinlegt nýtt ár og munum að njóta ekki þjóta :D.


7 comments:

  1. Gleðilegt ár elsku vinir, þið eruð yndi og erum við heppin að eiga ykkur sem vini. Hlökkum til að hitta ykkur á árinu 2012 :) Njótið kvöldsins og heyrumst fljótt á því nýja. Saknarkveðja, Erla, Snorri og Ingibjörg Lilja

    ReplyDelete
  2. enn eitt árið að baki og þetta sérstaklega viðburðaríkt ... hlakka til að koma til ykkar á nýja árinu ... knús og kveðja á ykkur öll og takk kærlega fyrir okkur um daginn (sumir frekar sáttir við litlu pokana með 'kúknum' í)
    Gleðilegt ár og sjáumst 2012 .. kv. Guðfinna

    ReplyDelete
  3. Skemmtilegur pistill - 2011 hefur sko verið gott ár :)
    Eigið yndislegt kvöld elsku vinir - knúsið AE og VS frá mér! Heyrumst svo fljótt! (á eflaust eftir að nota Whatsapp-ið mitt eftir miðnætti! ;))

    Love love frá Snjólandi,

    E

    ReplyDelete
  4. Svo fallegur og yndislegur pistill. Dásamlegt að lesa um árið ykkar :) hlakka til að hitta ykkur og knúsa fljótt 2012. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir öll gömlu. Love, Olla og fjölskyldan öll.

    ReplyDelete
  5. Mikið var yndislegt að lesa þetta hjá þér elsku Sibba. Þið eruð svo flott fjölskylda. :)

    Gleðilegt ár ! :)

    ReplyDelete
  6. Fallega skrifad hjá þér elsku stòra syss... Vid erum búin ad fá ad vera med ì alveg òtrùlega mörgum af þessum yndislegu og lærdòmsríku mòmentum og erum án efa bùin ad þroskast og læra margt af þessu ári... Takk fyrir öll 27 árin sem ég hef átt med þér elsku Sigurbjörg mín og þù ert án efa besta stòra systir, mòdir og eiginkona sem hægt er ad hugsa sér. Knùs Lára

    ReplyDelete
  7. Gleðilegt ár :) æðislegar myndir og flott fjölskylda, hlakka til að hitta ykkur einhverntíman við tækifæri, bara gaman af því hvað maður hittir margt gott fólk í gegnum litlu englana! knús á ykkur

    ReplyDelete