Þegar ég var að labba í gegnum flugvöllinn í Brussel með Viktor í babybjörn framan á mér, skiftitöskuna á öxlinni og töskuna mína á hinni og Andrea leiddi mig... Þá tók ég eftir að fólk horfði á mig, það minnti mig á þegar Viktor var nýfæddur og allar tilfinningarnar voru á sveimi um hvað nú.. hvernig og svo framvegis... Við fengum bók þar sem foreldrar barns með downs heilkennið voru að velta því fyrir sér hvort fólk myndi stara á þau og barnið.... ég velti þessu þarna svoldið fyrir mér. Eftir að ég kom heim af spítalanum fór ég út í búð og sá þar konu með barnið sitt í Babybjörn framan á sér og þá man ég að ég hugsaði .... á ég eftir að gera þetta... á fólk eftir að stara....og svo fór ég heim og grét....
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég held að ég hafi ekki hugsað bara um þetta síðan...Við notum babybjörninn mjög mikið og elskar Viktor hreinlega að vera í honum. Ég hef ekki verið að hugsa um hvort að fólk horfi á Viktor útaf því hann er með downs... kannski bara útaf því hann er krútt... eða sætur... ég sé ekki Downs þegar ég horfi á son minn ég sé Viktor... alltaf ...og jú hann er með downs heilkennið en það er jú ekki hann... ég hugsa ekki um þetta á hverjum degi síður en svo... en er kannski minnt á auka litninginn með tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni :D
En þarna á flugvellinum þegar ég hugsaði um þetta aftur ... brosti ég og sperrti bakið enþá beinna (erfitt sökum þyngdar klumpsinns :) því mér er bara alveg sama hvort fólk horfir mér finnst ég ríkasta kona í heimi. Á þessi yndislegu fallegu börn og ég skil vel afhverju fólk horfir á litlu ljóskurnar mínar tvær :)
S
Nakvaemlega .. eg myndi sko stara :) tu att an efa fallegustu og kruttlegustu krakka i heimi ..Sjuklega RIK :) Vona ad mar verdi jafn heppin :) goda helgi saeta
ReplyDeletetakk esskann... já auðvitað verðuru það ;) gordjöss:)
DeleteJeramundur minn....eg myndi glapa svoooo ef eg myndi sja thessi yfirnatturulega fallegu born....algerar bjutibombur !!! Og játs hvad manni langar ad purrrrra i thessar kinnar a litla klumpinum....sko keppnis :-) knuuuuuus
ReplyDeletehahahah já þessar kinnar eru alveg keppnis ;) knús á ykkur í pakkinu :)
DeleteAndrean alveg með módelbrosið á hreinu og klumpurinn eitthvað að spara sitt ;-) ... bara yndislegust
ReplyDeleteGumman, tänk inte Downs tänk som folk gör...Vilken snygg och tuff mamma med sina vackra barn. Jag tror det från mitt hjärta! Helén Puss
ReplyDeleteÞau hafa pottþétt verið að dáðst að þessari ofurmömmu og fallegu börnunum hennar tveimur! Ég stóð mig einu sinni að því að glápa á ca. 1 árs stelpu með Downs útí búð. En ekki vegna þess að hún var með Downs, heldur afþví að hún var svo óendanlega mikið krútt. Alveg eins og ég stend mig að því að glápa á fullkomnlega heilbrigð börn sem eru óendanlega mikil krútt :)
ReplyDeleteHmm, skrifaði Rakel Sófus, en það kom ekki með...þetta er sem sagt ég ;)
Delete