Tuesday, 6 March 2012

afmælis...

Hér var þvílík gleði og fjör með meiru þegar frumburðurinn hélt upp á 5 ára afmælið sitt.... ég lærði ýmislegt eftir þetta afmæli.

Afmælisköku lystinn er mér kannski í blóði borin, ég henti í eina barbie köku að ósk afmælisbarnsins og var tengda mamma sérlegur aðstoðarmaður.

Eftir afmælið sagði ég... note to self.... ekki halda afmæli aftur þegar þú getur ekki talað tungumálið... hér voru 10 krakkar sem töluðu flæmsku.... og já ég skildi að mestu hvað þau voru að segja en gat því miður ekkert sagt á móti.... En vinkona mín sem er Belgi var sem betur fer hérna og hjálpaði mér í gegnum daginn án þess að verða algjörlega gráhærð ;)

Stelpur á 5 ára aldrinum eru algjörar prinsessur og drama drottningar með meiru... strákarnir voru ekkert mál..

Held að næsta afmæli gæti verið haldið í svona stórum inniróló..... eða það verði bara 2 tímar... var smá vinna að halda skaranum í leik allan tímann.

Afmælissöngurinn var sunginn á flæmsku, frönsku og íslensku.... ég var þvílíkt hissa þegar allir krakkarnir kunnu að syngja afmælissöngin á tveim tungumálum.... hahah

Ég breytist ekkert... finnst rosalega gaman að hafa veislur og gera góðan mat.... Nú er bara spurning hvernig afmælis kakan hans Viktors verður og hvað margir gestir ;)


Verið að finna rétta outfittið ;)

prinsessa að skreyta prinsessu

flotta kakan okkar

hluti gestanna


Belgar þekkja ekki sportagus en fílann;)

Drama prinsessur ;)

glöð afmlis skvísa eftir góðan dag:)


Annars er bara búið að vera áframhaldandi ömmu og afa dekur.... Andrea naut sín í botn. Fékk að mála og naglalakka ömmu sína og setja tattoo á afa sinn...  Viktor var bara í essinu sínu brosandi og ofur hress með alla athyglina sem hann fékk....



mikið í að sýna fínu tennurnar sínar :D


s

No comments:

Post a Comment