Tuesday, 10 April 2012

1 árs gleði og páska gleði :)

Hér var glens og gleði þegar Viktor hélt upp á fyrsta afmælið sitt, foreldrarnir í sjokki yfir því að það sé komið ár síðan Gullklumpurinn fæddist :) Yndislegt veður einkendi þennan merkis dag og dunduðum við okkur útí garði í sólinni og borðuðum súkkulaði köku.
Daginn eftir komu svo afi Skúli og Björg frænka og var því slegið upp í afmælis veislu eins og sönnum Gullklumpi sæmir;)
nýjasta æðið... labba "sjálfur"


Skúlarnir saman :)
Hér hefur svo bara verið notalegheit hjá okkur yfir páskana og kom páska kanínan sem Andrea er búin að vera að læra um í skólanum. Henni fannst samt ógurlega skrítið að hún hafi komið með svona mörg íslensk páska egg.... velti því fyrir sér hvar hún hafi fengið þau :).
Síðustu vikur hefur Viktor mikið verið að færa sig upp á skaftið og finnst skemmtilegast að labba og leiða okkur, þessi tækni hefur verið þróuð enþá betur þessa páska þar sem amma og afi eru í heimsókn og hefur hann þau gjörsamlega í vasanum ;)
Annars allt flott frá Belgíu fyrir utan smá högt í boltanum en það er efni í alveg nýtt blogg og læt ég því þar við liggja;) og segi bara Gleðilega páska.




S






2 comments:

  1. það er nóg um að vera :) gaman að lesa og sjá myndir af afmælisklumpnum. Knús ErlaK

    ReplyDelete
  2. Yndislegar myndir, þið eruð ekkert smá rík :D

    ReplyDelete