Thursday, 19 April 2012

Fórstu í Hnakkaþykktarmælingu????

Já ég fór í hnakkaþykktarmælingu.

Ég hef hugsað til baka til þess dags sem ég fór í hnakkaþykktarmælinguna með Viktor öruglega milljón sinnum. Ekki útaf því að ég haldi að ég geti breytt einhverju. Heldur Jú útaf því að það er öruglega svo oft sem ég eða fjölskyldan eða vinirnir hafa fengið þessa spurningu. Ég var inni í sónarnum í þónokkurn tíma og mældi ljósmóðurinn hnakkaþykktina mjög oft. Mig minnir að hnakkaþykktin hjá Viktori hafi verið um 1,9mm sem er ekki mikið og er held ég ekki gerð athugasemd við hnakkaþykktina sjálfa fyrr en hún er komin í kringum 3mm. Ég fékk ekki símtal um neitt varðandi blóðprufuna mína og hélt minni meðgöngu áfram. Guð sé lof:)

Eftir að Viktor fæddist þá hef ég mikið velt þessum hnakkaþykktarmælingum fyrir mér og þá sérstklega hvað öllum þykir merkilegt að ég hafi farið í eina og ekkert komið í ljós.... Finnst það bara alveg ótrúlegt. Æ ég verð eiginlega bara reið og pirruð og allskonar tilfiningar koma fram þegar ég skrifa þetta. En það sem mér finnst merkilegast af öllu er að það virðist vera að það sé bara alveg fullt af fólki sem bara hreinlega veit ekki að hnakkaþykktarmæling eru bara líkur og líkindi. Að fara í hnakkaþykktarmælingu og fá "góðar" niðurstöður er engin ávísun á það að ekkert geti hugsanlega verið   að eða ekki. Það er jú litninga galli 13, 18 og 21 sem er verið að skima eftir í hnakkaþykktarmælingu, eins hefur aukin hnakkaþykkt bent til að það séu meiri líkur á að fóstrið sé með hjartagalla. Það sem fólk spáir lítið í er allt annað sem getur verið að og mælist ekki í hnakkaþykktarmælingu. Ég er alls ekki á móti hnakkaþykktarmælingum en það sem mér finnst skipta máli er að fólk fari í þessa skoðun upplýst. Viti hvað er verið að fara að skoða og hafi þá kannski myndað sér einhverja skoðun um það hvað það ætli að gera ef að niðurstöður mælingarinnar verði ekki eins og það vill.

Ég kynntist stelpu sem eignaðist strák með downs heilkenið á sama ári og Viktor fæddist, hún skrifar einnig blogg. Ein af hennar fyrstu færslum var einmitt um hnakkaþykktarmælingu og að hún hafi ekki farið í hana. Skrifaði hún færsluna því það voru svo rosalega margir sem spurðu hana að þessari spurningu.
Þegar ég segi fólki frá því að ég hafi verið að kynnast stelpu sem er á svipuðum aldri og ég og hún hafi verið að eignast strák sem er með downs heilkennið... Þá er þetta einmitt oft sú spurning sem fylgir..... -fór hún í hnakkaþykktarmælingu?-  Eftir að hafa upplýst fólk að svo hafi ekki verið þá finnst mér koma svona jáhá okey..... og þögn. Sem mér finnst oft vera þrunginn -það hlaut eitthvað að vera-. Oooog ég alveg hreint bilast inní mér því að þetta er svo rangur hugsunar háttur... Hvað er það þá hreinlega óskiljanlegt að Viktor hafi fæðst? Nei því þetta eru bara líkur og mikið er ég ánægð og hamingjusöm og glöð að líkurnar hafi verið okkur í hag ef hægt er að orða það þannig. Að við þurftum kannski ekki að taka einhverja ákvörðun sem ég hefði séð eftir alla ævi.

S

5 comments:

  1. Vá hvað ég er sammála. Uppifi oft eins og þessu jáhá-i fylgi líka smá svona æ hvernig á ég að útskýra... upplifi stundum eins og þetta sé bara mér að kenna. Af því að ég fór ekki í mælinguna þá er þetta bara mér að kenna að hann sé með downs.
    En er fegin að hafa ekki farið í mælinguna því ég hefði ekki viljað hafa einhverja ljósu útí bæ til að vera reið útí. Geta kennt henni um að hafa ekki framkvæmt mælinguna rétt. Hafa haldið að ég hafi látið tékka á öllu og svo var það bara rangt.
    Mælingin mælir líkur og það er ekkert öruggt í því.
    Eins og þú hef ég ekkert á móti hnakkaþykktarmælingunni en finnt bara fræðslunni um hana vera ábótavant.

    ReplyDelete
  2. Jáhá ég veit skooooooooo alveg hvað þú meinar og getur ekki útskýrt.... Og mér finnst einmitt oft eins og þegar ég segi fólki að ég hafi farið í hnakkaþykktarmælingu að það verði svona kjaftstopp og ... hvað á ég að segja fer stundum að spyrja hvort allt hafi verið gert rétt og svo framvegis... til að finna einhvern sem hægt er að kenna... Æ
    Er sammála finnst fræðslan mjög svo ábótavön og þá sérstaklega þegar ég sé hvað margir bara ó já en þú fórst í hnakkaþykktarmælingu..... eins og það eigi bara að redda málunum...

    ReplyDelete
  3. Flott grein Sibba mín, ég er svo sammála þér. Fólk heldur að þessar mælingar séu 100% og ef það kemur vel útúr henni þá verður ekkert "að" barninu. Finnst flestir mjög illa upplýstir um þessa mælingu.
    Hafið það gott og knús til ykkar :)
    Kveðja Magga Friðgeirs

    ReplyDelete
  4. Ég fór ekki í hnakkaþykktarmælinguna með Ásdísi Gyðu. Ég var skeptísk vegna þess að ég átti vinkonur sem fóru og fengu slæmar líkur, voru í áfalli restina af meðgöngunni og eignuðust "heilbright" barn og svo hafði frænka vinkonu minnar fengið góða mælingu og eignaðist stúlku með DS.

    Eftir að Kristófer Karl frændi fæddist gat ég bara alls ekki hugsað mér að fara í hnakkaþykktarmælinguna og allt sem fylgir henni. Sumum finnst skrítið að ég fór ekki því það er eins og hnakkaþykktarmæling sé normið í dag.

    ÉG skil þá foreldra sem fara í þessa mælingu mjög vel en ég set stórt spurningamerki við þessa skimun út frá siðferðislegum sjónarmiðum. Það er eitthvað við það að það sé talið eðlilegt í þjóðfélaginu að eyða DS fóstrum bara því þau eru DS sem mér finnst algjörlega óviðunandi.

    Skil foreldra sem taka ákvörðunina um að fara í hnakkaþykktarmælingu, legvatnstungu o.s.frv. og ákveða að eyða, sérstaklega í þjóðfélagi sem er svona brenglað, og fordæmi þá engan veginn fyrir það. Held að það þurfi að breyta afstöðu þjóðfélagsins til DS einstaklinga og hlúa betur að þeim og fjölskyldum þeirra frekar en að markmiðið sé að skima eftir DS og eyða fóstrum í kjölfarið.

    Gæti skrifað heila ritgerð um þetta (og gerði það í siðfræðinni fyrir nokkrum árum) en ætla að stoppa núna.

    Belinda

    ReplyDelete
  5. Vá hvað ég er sammála. Finnst eins og fólk fari í þessa skoðun án þess að vita raunverulega hvað það þýðir eða hvers konar ákvörðun gæti beðið þeim. Hver vill ekki fá að fara í sónar og sjá barnið sitt? Heyra hjartað slá? Fá staðfestingu á því að það sé lítið kraftaverk að stækka og dafna þarna inni? Fá myndir til að sína ömmunum? Finnst að það ætti að bjóða öllum konum upp á sónar á 12-13 viku. Svo mætti hnakkaþykktarmæling vera valkvæð fyrir þá sem vilja nýta sér það og viðkomandi yrði þá kynnt hvað felst í því vali...

    ReplyDelete