Wednesday 10 October 2012

Gleðigjafar :)


Gleðigjafar er bók sem mig langar eindregið að beina athygli ykkar að. Þetta er bók sem tekur saman frásögn foreldra barna sem eru sérstök á einhvern hátt, með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun. Thelma Þorbergstóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir tóku saman frásagnir foreldranna og var það einmitt Thelma sem hafði samband við okkur og spurði hvort við værum ekki til í að vera með. Ég kynntist Thelmu í gengum gamla vinkonu og var alveg einstaklega gott að geta talað við hana og fá styrk frá þeim og Kristófer og að fá að lesa bloggið þeirra. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar hún athugaði hvort við vildum vera með því það var einmitt svona bók sem ég hefði viljað lesa þegar Viktor fæddist og auðvitað líka áður. Mér finnst þetta vera góð lesning fyrir alla einlægar frásagnir foreldra sem koma beint frá hjartanu. Bókin er semsagt í prentun núna og kemur út í næsta mánuði. Svo allir að fara út og kaupa sér eitt eintak. :)

S

1 comment:

  1. Ég get ekki beðið eftir að fá þessa bók í hendurnar. Ekki spillir það fyrir að hafa fallega frænda minn á forsíðunni heldur. =)

    Kv.
    Gamla vinkonan

    ReplyDelete