Monday 15 October 2012

Lög tengd minningum

Það er held ég alltaf hægt að tengja eitthvað tímabil í ævi sinni við lög.. eins og til dæmis þegar ég heyri Ase of base þá bara man ég eftir menntó..... prodigy þá man ég eftir Þingó og diskóunum þar.
Svo er líka eitt og eitt lag sem minna þig á einhverja gleðistund í lífi þínu, ástasorg eða sorg. Til dæmis fær Óli alveg grænar bólur á rassinn þegar hann heyrir hvaða lag minnir mig á þegar við vorum að byrja saman..... hahahha Hefur ekkert endilega allt með textann að gera sem er oft hjá mér, heldur var það rosalega vinsælt þegar við vorum að kynnast og mér fannst það bara svo fallegt. Lagið er með Daniel Bedingfield og heitir if you´re not the one. Ástæðan fyrir því að hann meikar það ekki er að hann bjó í Englandi á þessum tíma og var þetta lag ofspilað.... fyrir utan auðvitað að þetta er kanski ekki alveg his cup of tea ;)
Ég held að þú getir bara ekki gert mikið í því þegar hugurinn reikar í átt að minningunum sem koma upp þegar þú heyrir ákveðið lag... og er þetta alveg yndislegt þegar minningarnar eru gleði minningar. Það er svo yndislegt þegar þú byrjar að brosa og færð yfir þig þessa gleði tilfinningu og dagurinn getur hreinlega tekið u beygju. Ég á líka nokkur lög sem kannski minna mig á einhverja sorg.... sem betur fer ekki mörg... og aðalega er þetta eitthvað sem hefur nú gróið vel og ég hugsa bara ææjjj já en fyndið að ég hafi grátið yfir þessu.
Lagið Someone like you með Adele tekur mig alltaf til mars/apríl 2011 og á ég bara rosalega erfitt ennþá með að hlusta á þetta lag... það er eiginlega að verða vandræðanlegt. Ég tel mig vera komin á mjög góðan stað með sorgina sem fylgdi fæðingu Viktors og slæmir dagar eru bara algjör undantekning. Þetta lag hefur bara einhver tök á mér og þegar ég heyri það þá fer ég öll í kerfi og þarf að berjast við að halda tárunum inni. Ég hef í ófá skipti þurft að sitja einhverstaðar og einhver bara ohhhh mér finnst þetta bara alveg frábært lag.... ég bara já..... og berst í gegnum lagið. Því mér finnst erfitt að útskýra hversvegna ég á erfitt með að hlusta á það, því það er ekki textinn sem talaði til mín þegar ég var í sorginni heldur tilfinningarnar sem fylgja þessu lagi og setningar teknar úr samhengi. Sometimes it hurts instead..... bitter sweat this would taste... I wish nothing but the best for you.... Ég vissi nefnilega ekki fyrir fæðingu Viktors að það væri hægt að vera svona glaður og sorgmæddur á sama tíma, að hafa svona tvennslags tilfinnigar innanborðs var mér svo nýtt. Því oftast er það gleði en sometimes it hurts instead... og mig langaði bara að segja fólki það að þetta væri bara smá vont eeeennn ég var líka svoooo rosalega glöð. Eins og allir foreldrar þá viljum við börnunum okkar bara það allra besta og þegar Viktor fæddist þá kom ný vídd í lífið. Eins og ég hef sagt áður þá voru bara hlutir sem maður hafði aldrei hugsað um fyrir Andreu að koma upp í huga manns þegar maður hélt á þessum nýfædda einstaklingi. Ég man ekki hversu oft ég stóð mig að allskonar hugsunum hvernig verður þetta og hitt... og svo grúfði ég mig niður og hugsaði I wish nothing but the best for you....... Já þetta lag hefur ennþá vandræðanlega mikil tök á mér og sat ég bara núna síðasta laugardag með allri fjölskyldunni við imbann að horfa á Strictly come dancing (breskan dansþátt) þegar þetta lag kom og tárinn byrjuðu að leka... Andrea skildi ekkert í því að ég væri nú orðin leið yfir dansþætti hahahah. Óli bara horfði á mig og sagði ekki neitt fyrr en börnin voru farin að sofa. En ég held nú bara að þetta sé allt saman partur af því að komast yfir sorgina og eins og Emily Perl Kingsley orðaði það svo vel í sögunni sinni um Holland og Ítalíu sem ég hef póstað áður hér á síðunni.

The pain of what you had planed will never, ever, ever, ever go away… because the loss of that dream is a very significant loss.
But… if you spend your life mourning the fact that you didn’t get to Italy, you may never be free to enjoy the very special, the very lovely things … about Holland. :)
Með þessum fallegu orðum kveð ég = tilfinningahrúaldið ykkur að sinni ;)
S


2 comments:

  1. Virkilega fallegur og góður póstur Sibba mín :)
    Og jiiii hvað ég skil þig vel, sérstaklega þetta með að það er ekki alltaf textinn, bara eitthvað tengt einhverju tímabili :p
    Knús og kram Svanhildur

    ReplyDelete
  2. Fallegt elsku vinkona, ég táraðist. Knús Erla

    ReplyDelete