Þegar Andrea sér þessa mynd þá segir hún mamma þetta er þegar þú varst ung;) |
Já er það ekki!? Ég skil ekkert í þessu að með því að eldast þá verður fólk spéhrætt og þegar maður spyr hvað ertu gamall en oftast gömul.... þá kemur oftast spurning til baka. Hvað heldur þú? Ég varð þrítug í júní og ég verð nú bara að segja eins og er.... mér líður bara ekkert öðruvísi en þegar ég varð tvítug. Kannski er það útaf því að ég er svo ógurlega barnaleg eða rækta ég kannski barnið innra með mér.....Ég elska að fíflast, stríða og láta barnalega og hafa systur mínar oftast fengið að kenna á því ;D Í gegnum árin þá hef ég alltaf þurft að sýna skilríki þegar ég fer inn á skemmtistaði... eitthvað er það nú að skána. Og oftast heldur fólk að ég sé miklu yngri en ég er. Þetta var þvílík pína og fannst mér þetta frekar leiðinlegt og þegar ég varð tvítug þá sýndi ég samviskusamlega skilríkin mín þegar ég fór inn á skemmtistaði meðan Lára systir labbaði inn á eftir eða undan mér... Ohhh hvað ég var stundum pirruð á þessu.... Svo virðist hæð blekkja alveg rosalega .... ef stelpur eru stórar þá er eins og það var sett samasem merki og já hún er nógu gömul.... Ekki hafði ég af mörgum centimetrum að moða og varð því bara að rífa upp skilríkin og skunda svo inn.
Ég og Emelie á góðri stundu :D |
Ég fór út að skemmta mér með vinkonu minni henni Emelie í helsingborg þegar ég bjó þar og vorum við að skella okkur inn á nýjan flottan stað þar sem alsurstakmarkið var 22 ár og ég var 27 að verða 28 ára. Þegar dyravörðurinn eða Vaktenn eins og þeir heita í Svíþjóð.... og nota bene þeir halda að þeir séu herra heilagir... já hann spyr okkur í léttum tón hvað eruð þið gamlar stelpur???!!! Ég er hlæjandi eitthvað að djóka með Emelie og svara bara haaa já við erum 25.... svo bara varð mér svo á því ég var löngu komin yfir þann aldur og bara hafði ég ekki hugmynd afhverju ég sagði þennan aldur. Emelie vinkonu varð svo á því hún vissi vel að ég var 27 að verða 28 og málið var að hún var bara 21 þó svo hún væri að verða 22 þá var hún bara í sjokki að hún kannski kæmist ekki inn hahahahah Hún horfði á mig og bara Sibbba þú ert 27 ég bara já úbbs ég er 27 að verða 28 og Vaktenn bara horfði á mig með þessum augum vá hvað þú ert að ljúga littla snót. Ég gróf hendina niður í tösku náði í skilríkið mitt og henti Emelie inn á bak við mig og sýndi honu að ég væri fædd 1981.... vaktinn var illa sanfærður og þurfti ég á endanum að rífa upp 3 mismunandi kort til að sanna að þetta væri ég ( æ ja ökuskýrteini með mynd síðan 17 var ekki alveg að dansa). En á endanum komst ég inn og hlóum við vinkonur að þessu vel og lengi...
Velti því fyrir mér afhverju ég hafði nú sagt 25.... ég held bara að eftir að ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að geta ekki gert eitthvað sem ég vildi útaf aldri.... þá er mér bara svo slétt sama hversu gömul ég er... og lengi vel þá var ég bara shiiiiiiittttt ég er að fara að verða þrítug..... En svo þegar lífið breytist á einni nóttu þá fór ég að hugsa smá öðruvísi og núna þá er ég bara stolt af því að vera þrjátíu ára því það segir bara það að ég hef verið á lífi í þrjátíu heil ár og notið þessi og gert svo marga skemmtilega hluti. Og nýtt mottó er að njóta hvers dags og búa til fleiri og fleiri minningar.
Yfir og út
s
ahhhhh...hlakka svo til að sýna skiliríkið mitt niðrí bæ næsta Laugardag/sunnudagsnótt!!! get hreinlega ekki beðið..:)
ReplyDeleteKv.Hjördís litla barnið....hehe