Í gær þá var sérfræðitími sem var pantaður fyrir okkur í júlí.... hann var á sjúkrahúsinu í Gent og stóluðum við mikið á að þarna myndum við komast smá inn í allt með Viktor. Því þarna er sérstakt klinik fyrir börn með downs heilkennið.
Dagana fyrir tímann var ég bara í fínasta lagi.... kannski útaf því að Viktor var með kvef og smá hita og ég var svo mikið að fókusa á það að koma honum til heilsu því að það er ekki hlaupið að því að fá nýjan tíma í næstu viku ;) Í gær þá var ég hinsvegar ekkert alveg uppá mitt besta nöldraði eitthvað í Óla og hringdi svo strax í hann þegar hann var farinn af stað í vinnuna og bað hann nú afsökunar ég væri jú bara eitthvað stressuð. Ég var stressuð en ég var samt voðalega jákvæð og hafði góða tilfinningu fyrir þessum tíma og var eitthvað svo viss um að þetta ætti eftir að ganga vel.
Í belgíu þegar maður kemur á spítala þá þarf maður alltaf fyrst að fara á skrifstofu eða intékk þar sem maður tilkynnir sig og borgar og svo framvegis. Tíminn okkar var klukkan þrjú og ég vildi vera helst komin um hálf þrjú, það voru vegaframkvæmdir við spítalann og við að koma þarna í fyrsta skiptið já ég var að fara að hugsa um að byrja að naga neglurnar aftur (hef ekki gert það síðan ég var 6 ára) því ég var eitthvað svo stressuð yfir tímanum. En já við lögðum í fyrsta stæði sem við sáum því við vissum ekkert hvort það yrðu mikið fleiri á vegi okkar, hentumst út og ég og Andrea hlupum næstum inn í skráningar skrifstofuna. Óli hafði orð á því að hann hafi aldrei séð mig svona stressaða að vera ekki á tíma..... æ ég var bara ekki að meika að missa af þessum tíma eins og hafði nú gerst fyrir miskilning síðast. Þetta hafðist og við skráðum okkur inn og fórum svo í næstu byggingu þar sem við biðum eftir tímanum hans Viktors... Ég labbaði inn í bygginguna K5 ohh ég fékk smá sjokk, svo gamallt og minnti mig á herspítala eins og maður hefur séð í bíómyndunum. Andrea var himinlifandi yfir að vera loksins komin einhvestaðar þar sem hún mátti leika sér. Við biðum í dágóða stund og Óli að spræna í sig og alltaf hélt hann að það hlyti að vera að fara koma að okkur, á endanum ákvað hann að skella sér á klósettið og auðvitað Andrea með ... hún er á því skeiði að hún verður að prófa held ég öll klósett. En já þá erum við kölluð inn. Konan kynnir sig og byrjar að buna út úr sér á Hollensku og ég bara horfi á hana ..... would it be ok that we would speak English.... Hún hló og tók í höndina á mér kynnti sig aftur og sagði sure sure...
Þegar við komum inn þá var komið að mér að tala og tók við útskýringar afhverju við værum nú þarna og hvernig allt væri í stakk búið, sýndi henni öll bréf og læknaskýrslur og sagði henni bara að við værum að bynda miklar vonir um að hér myndum við komast í prógramm með litla fallega strákin okkar. Hún hélt það nú og tók við að útskýra allt fyrir okkur hvernig og hvað væri gert á hvaða tíma og svo framvegis....... það losnaði um eitthvað í líkamanum mínum allt stress sem hafði verið hvarf á núll einni og mér fór bara að líða mjög vel.
Litli gullklumpurinn var vigtaður og mældur og skoðaður í bak og fyrir... þegar hún var að skoða hendurnar á honum þá greip hann í hana og tosaði sig upp og settist... Hún horfði á okkur læknirinn og sagði vá hvað hann er flottur.... Þá vissi ég að við værum í góðum höndum.
Hún spurði hvort við værum með röntgen af mjöðmunum eða þessar og hinar blóðprufurnar frá Danmörku og við horfðum á hvort annað og hristum höfuðið það var bara þessi blóðprufa sem staðfesti trisomi 21..... en það var bara allt í lagi því að þau myndu bara redda því .... svo við fengum bókaðan tíma í nóvember fyrir háls, nef og eyrna tékk, augntest í janúar, sérstakt þroskapróf þegar klumpurinn er 10 mánaða og svo vorum við bara send í blóðprufu á staðnum til þess að fá allar þær upplýsingar sem þurfti. Þegar við vorum búin að tala við lækninn þá hringdi hún í félagsráðgjafa sem vinnur á klinikinu og hún kom og talaði við okkur og útskýrði allt fyrir okkur um meiri barnabætur, minni skatta, þroskaþjálfa og annað fagfólk sem kemur heim. Spurði okkur hvort við ætluðum að setja hann á leikskóla því biðlistarnir hérna eru langir og hún bauðst til að athuga hvar og hvernig það væri allt..... ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. Svo Annelise hún er að hjálpa okkur með allt sem ég var alls ekki viss um hvernig við ættum að gera í nýju landi, bauðst svo til að hjálpa mér að filla út öll eyðublöð þegar þau koma..... Váá
Ég var svo glöð þegar við löbbuðum út í sólina og hitann og inn í næstu byggingu til að taka blóðprufuna. Á biðstofunni hittum við mömmu með mikið fatlaðan dreng í hjólastól og þegar Andrea byrjaði að gera fimleikaæfingar þá brosti hún til okkar og strákurinn klappaði. Við komumst fljótt að og var byrjað á því að reyna að taka blóð úr hendinni og þá sagði Andrea mamma ég vil ekki vera hérna þegar þau eru að meiða litla bróður.... svo við mæðgur skelltum okkur út fyrir á biðstofuna aftur. Það gekk ekki að taka blóð úr hendinni á Viktori svo það var tekið úr höfðinu, æ þetta er ekki mín sterkasta hlið og var svo gott að Óli var með í þessu og stóðu þeir feðgar sig eins og hetjur. Þegar við vorum búin að hugga litla karlinn gefa brjóst og skipta um bleyju þá röltum við að bílnum, á leiðinni sáum við mömmuna og strákinn í hjólastólnum. Mamman var að taka út lyftu til þess að koma stráknum inn í bílinn og þá sagði Óli....... ég ætla ekki að eyða fleiri tárum í Downs............ ekki nema gleðitárum.
Jiii hvað þetta er falleg grein Sibba mín :) Ég fékk tár í augun! Yndislegt hvað allir eru tilbúnir til að gera allt fyrir ykkur þarna úti, bara frábært :)
ReplyDelete- Magga Friðgeirs -
Gott að heyra að þið fenguð svona frábæra þjónustu og allt er bjart framundan! Viktor er náttúrulega flottastur - og Andrea mín líka! :) Þið eruð líka svo dugleg og frábær elsku vinir! :*
ReplyDeletevá ég fæ gleðitár, frábært að fá svona þjónustu!
ReplyDeleteVeistu Ingibjörg Lilja þarf einnig að prufa öll klósett þó hún þurfi ekki að pissa, frekar spes :)
hafið það gott og njótið hvors annars. Knús Erla:)
Ég fæ bara tár í augun.. yndisleg lesning.. þið eruð svo flott fjölskylda og megi allt ganga vel hjá ykkur..
ReplyDeleteKnús frá Ítalíu, Ása =)
Yndislegt að heyra Sibba mín að spítalaferðin gekk vel, enda var alveg kominn tími á það:)
ReplyDeleteAllir pistlarnir þínir/ykkar sýna mér hvað þið eruð samheldin fjölskylda og hvað þið eruð bara yndisleg:)
Ég fékk gæsahúð þegar ég las lokaorðin.
Love,
Svanhvít
Mikið er þetta fallegt! Ekki laust við nokkur gleðitár yfir duglega fallega drengnum ykkar og Andreu sætu mús...og ykkur! Þið eruð svo dugleg og flott.
ReplyDeleteKnús til ykkar, Olla
Yndisleg lesning Sibba mín, verð að viðurkenna að það komu nokkur gleðitár við að lesa þetta :)
ReplyDeleteFrábært að heyra að þið hafið fengið svona góða þjónustu og gott viðmót.
Knús til ykkar elskurnar, kv. Eyrún
Frábær og fallegur pistill !:)
ReplyDeleteglæsilegt, gott að heyra að þið fáið þá þjónustu og hjálp sem þið þurfið á að halda og auðvitað að hvað ykkur gengur vel!
ReplyDeleteBið að heilsa Óla og co
Kv frá DK
Hreiðar
Svo fallega skrifað Sibba mín, fékk tár. Hann er sko flottastur hann Viktor og ánægjulegt að þið séuð að fá góða þjónustu. Knús.
ReplyDeletekv. Linda Hlín.