Já eins og Andrea mundi orða það.... hún talar alltaf um mannurinn þetta og mannurinn hitt og við leyðréttum jafnóðum að maður segi maðurinn. :D
En það sem þessi elska mín leggur á sig fyrir okkur :).... ég fór inn á enn einn spítalan í gær og náði í hann úr enn einni aðgerðinni. Já og í þetta skiptið þá fékk hann með sér minjagrip...... aha.... ég hélt að hann væri alveg farinn og búin að taka djókið aðeins of langt þegar ég sá rautt glas með vökva og eins og hvítum skinnbút í vökvanum ;) jáhá læknarnir í Belgíu gefa manni le souvinior með heim ;)
Partur af liðþófanum :) |
Viktor byrjaði í sjúkraþjálfun og stóð sig voða vel ;) við fengum fullt af æfingum með heim sem við eigum að gera núna næstu tvær vikurnar og koma svo aftur og sýna hversu dugleg við höfum verið. Hann gat nú bara eiginlega allt sem hann átti að gera og vorum við foreldrarnir voðalega stolt af honum ;) Eitthvað höfum við verið að gera rétt á leikteppinu:D.
Þegar við vorum búin náðum við í stóru systur í skólann því að á miðvikudögum er hún bara til 11:30. Þegar við mæðgur erum að rölta að bílnum þá spyr hún mig: mamma hvað hafið þið Viktor verið að gera og ég sagði henni að við hefðum farið í sjúkraþjálfun. Andrea hugsaði sig smá um og spurði svo jáhá ok afhverju það mamma og ég sagði við hana æ þú mannst hvað mamma og pabbi hafa sagt þér að litli bróðir hann er smá öðruvísi .... og hann þarf smá hjálp við að vera styrkur eins og þú. Hún horfði á mig og sagði en mamma Viktor er líkur mér er það ekki? Mamma kyngdi og horfði á þessa snúllu og sagði jú hann er rosa líkur þér og verður öruglega voðalega duglegur eins og þú en á sinn hátt.
S
Það er bannað að láta mann tárast svona í vinnunni......( c ;
ReplyDeleteAlltaf gaman að uppgötva ný blogg. :) Og gaman að sjá svona mikið af myndum..svo falleg börnin þín og þið fjölskyldan öll barasta!
ReplyDeleteKV. úr Kópavoginum
Regína :)
Æðislegt að heyra að Viktor sé svona duglegur. Æi smá erfitt að skilja það að fullkomni bróðir manns sé eitthvað öðruvísi ;) hehehe
ReplyDeleteÉg hef heyrt að fólk fái gall og nýrna steina með sér heim...en part úr liðþófa....híhí
Kv. Maggý
dásamleg stóra systir!
ReplyDeleteKysstu þau frá mér.
ReplyDeleteLove, Olla
Gullmolar :) Lúv Snæja
ReplyDelete