Sunday 4 September 2011

Lúxus helgi:)

Við höfum átt alveg hreint yndislega helgi :) Óli þurfti að draga sig úr landsliðshópnum þar sem að hann er enþá með vesen í hnénu og þar af leiðandi fékk hann helgarfrí. Vá hvað það er langt síðan og vá hvað við nutum þess. Það var yndislegt veður 25-30 gráður og sól og gerðum við sem mest úr þessu langþráða fríi okkar saman.
Ég byrjaði á því að fara aftur á spítalann með Viktor og það var eins og allir bara hafi átt miklu betri dag þar sem að ég mætti yndislegu fólki allstaðar. Fékk alveg hreint frábæra þjónustu og ekki spillti fyrir að allt kom rosalega vel út hjá litla hnoðranum. Hann stóð sig eins og hetja..... hreyfði sig reyndar alveg rosalega mikið ;) sem er bara yndislegt en það tók því aðeins lengri tíma að skoða allt.
gullklumpurinn

Ég rölti svo og náði í Andreu í skólann þar sem veðrið var alveg yndislegt. Allt gekk vel hjá henni en hún panikaði smá þegar hún sá mig ekki um leið og hún kom út... en við vorum fljótar að jafna okkur ;)
gatan okkar
pubbin á horninu

Viktor fékk sér smá graut að smakka.... þetta gengur bara fínt... hann er reyndar búin að fatta að frussa þessu öllu út ef hann er komin með nóg.

Andrea fékk svo að hjóla heim úr skólanum á föstudaginn og stoppuðum við í bakaríinu og skoðuðum líka kindina rétt þar hjá ;)



Erfitt að ná einni  góðri af þeim saman haha

Skelltum okkur í sund og á ströndina í hitanum :) og fundum æðislegan veitingastað í göngufæri frá okkur. Mitt á einum akrinum útí sveit með ylmandi fjósalikt, mais akur og það sem var best var að það var róló beint fyrir utan.







Kram
S

4 comments:

  1. Yndislegt að heyra að allt kom vel út og þið áttuð góða helgi! Fallegar myndir - svo gaman að sjá! Sakna ykkar ógó mikið! Risaknús og þúsund kossar frá Köbenhavn***

    ReplyDelete
  2. ...svo kemur bara anonymous - skil ekki - en komment 1 var frá mér Erlu Dögg :)

    ReplyDelete
  3. Æðiaslegar myndir og ég FYLLIST af BelgíuSakni...!!!

    ReplyDelete
  4. Æðislegt að allt kom vel út - ég sé að sumir eru bara komnir með góðar bollukinnar og fellingar á handleggina og svona...alveg ljóst að hann hefur það ofsalega gott og dafnar vel :) Nokkuð ljóst að stóra systirin er orðin mjög stór - SÆLL! :) Haldið áfram að hafa það svona gott og jumundur minn ég er farin að safna klinkinu okkar í bauk svo við komumst út í heimsókn til ykkar sem fyrst! Kram til ykkar allra...

    ReplyDelete