Þá var komið að því fara með Viktor í klippingu... löngu kominn tími og skelltum við okkur í síðustu viku, þetta var ekki létt... Viktori fannst þetta allt saman mjög spennandi og snéri sér í allar þær áttir sem að hann átti ekki að gera. En allt saman hafðist þetta fyrir rest... ég var mjög ákveðin við klippikonuna, Hann ætti að fá töffara klippingu.... alls engann stall hahaha, eða beinan topp... bara vera svona töffari eins og pabbi sinn ; ) ;) (þeir sem hafa lesið bloggið lengi muna eftir póstinum mínum um staðal ýmind og downs) :D Fannst klippinginn heppnast bara vel...miða við að barnið var ekki kjurt í eina mínotu.
Við keyrðum til London um helgina og fórum í gegnum Eurotunnel... vá hvað mér fannst það merkilegt... Mjög skrítið að keyra bílinn inn í lest :)
En áttum yndislega helgi með góðum vinum á gömlum heimaslóðum, það voru akkurat 5 ár síðan við fluttum þaðan. Þegar við röltum um Kingston á laugardeginum fannst mér eins og við hefðum aldrei farið.. Nutum okkar öll í botn, Andrea lék við Ómar og Viktor við Aron og Oliver, fórum á enskan pub og horfðum á fótbolta ;) Svo kom vorið með sólina með sér og nutum við hennar úti í garði.
Ég og Viktor erum svo að undirbúa okkur undir þrjá sérfræði læknis tíma á morgun, verður hann skoðaður í bak og fyrir. Eyrun, hálsin, nefið og hjartað ætlum því að eyða alveg fyrripart dagsins á sjúkrahúsinu í Gent. Annars er ég eiginlega bara róleg yfir þessum tímum og er því öruglega að venjast þessu öllu saman bara vel. Í næstu viku förum við svo í mat hjá lækni fyrir skattinn og barnabæturnar... spennandi að sjá hvað hann segir... lítið downs/mikið downs hahahaha ;)
Við kveðjum í bili úr vorinu í belgíu
S
Ómen hvað hann er flottur með nýju klippinguna!! Hrikalega sætur :D Knús frá Köben
ReplyDeleteFlottur strákur Sibba, gaman að fylgjast með ykkur. Knús frá klakanum.
ReplyDeleteKlippingin er bara flott! Ég klikkaði alveg á því að vera svona hörð við klipparann þegar ég fór með KK í klippingu, hann kom út með verulega þráðbeinan topp! Næst bið ég sko um töffaraklippingu ;)
ReplyDeleteLinda
Algjör töffari :) Vorið í london hefur svo sannarlega verið huggulegt, gangi ykkur vel á morgun. Knús Erla K.
ReplyDeleteFlottur strákur og klippingin algjört æði ! Gaman að fylgjast með þér Sibba mín :) kv.Beta
ReplyDeleteHann er bara flottastur gullklumpurinn hennar ömmur og afa....já tíminn er sko fljótur að líða mér finnst svo stutt síðan að við pabbi þinn keyrðum á bílnum ykkar yfir sundið gegnum Eruotunnel leið til Helsingborgar og þið komuð með demantsnöglina hana Andreu Elínu nokkra daga gamla með flugi....það er eins og gerst hafi í gær...eins og segir í textanum knús héðan frá Malmö mamma
ReplyDeleteVel heppnuð klippingin, hann er svo sætur drengurinn!
ReplyDeleteMikið eruð þið heppin að vera á meginlandi Evrópu. Hlýtur að vera æðislega gaman að geta skroppið til annarra landa eins og ekkert sé.
Bestu kveðjur til ykkar allra,
Rakel Sófus
Hann er svo sætur þessi gullmoli! Gaman að lesa....eins og alltaf og klippingin ekkert smá flott! hahaha....engan stall haha! Knús til ykkar flotta fjölskylda. Love, Olla
ReplyDeleteTakk fyrir alle sammen :D
ReplyDelete