Friday 12 August 2011

Þakklæti

Ég er alveg rosalega glöð með að hafa skrifað síðasta pistil já og bara hafa þorað að byrja að blogga. Þetta hefur lengi legið i maganum á mér en ég held ég hafi bara ekki þorað fyrr. 

Fyrir mig hefur það verið rosaleg therapy að skrifa og þegar Viktor fæddist þá hringdu auðvitað mjög margir og vildu vita og heyra hvernig við höfðum það, sumir skrifuðu mér email. Röddin brást mér oftast þegar ég reyndi að tala og var það því gott að skrifa til vina. Ég settist þá niður með allar mínar tilfinningar og skrifaði og mér fannst mér alltaf líða betur og betur. Èg sat stundum lengi og skrifaði og tárin fengu bara að renna. Að skrifa síðasta pistil var gott það komu tár og á ég mína góðu og slæmu daga. Núna eru þeir samt flest allir bara rosalega góðir. Hvernig er annað hægt. 
Viðbrögðin sem síðasti pistill fékk var alveg yndislegur og email og komment sem ég hef fengið ég er orðlaus. Takk fyrir öll fallegu Kommentin og póstana. Maggý, Ragga og Rakel ég met mikils að þið skrifuðuð komment og deilduð með mér og þeim sem lesa, ykkar sögu og fallegum orðum. Ég á svo bara eftir að halda áfram að skrifa og segja ykkur frá hvað drífur á daga mína ... og þið megið endilega halda áfram að kommenta hjá mér.

Takk, takk 
kram s
 

7 comments:

  1. Thetta var talad eins og ut ur minu hjarta med ad skrifa hlutina en ekki segja tha...!! Eg fer alltaf ad grata thegar eg er reid, aum eda sar og tha finnst mer bara betra ad skrifa. Eg hef alltaf truad ad Gud leggur "efidleikana" a thad folk sem er sterkt og getur hondlad thad og fyrir utan thad tha hafa flestir einhverja(tho their sini thad ekki og vidurkenna thad ekki). Litli saeti strakurinn ykkar er algerlega himneskur med allega ljosa kollinn sinn og their krakkar sem eg thekki sem eru med Downs eru oll svo miklir gledigjafar og yndisleg i alla stadi. Alltaf brosandi og kat. En audvitad skil eg sorgina sem hefur fylgt thessu fyrst, annad vaeri oedlilegt sem elskandi foreldri sem villt alltaf thetta "venjulega" fyrir bornin thin. En einmitt "venjulegt" myndi eg halda ad vaeri frekar ad vera hamingjusamur, katur, med sterkt og hraust hjarta og med allt goda folkid sitt i kringum sig:-) Thid erud svakalega lansom hamingjusom hjon sem eygid tvo yndisleg born og getid thakkad Gudi fyrir thad :-)knus a ykkur oll i belgiu ( ekki laust ad madur se abbo, okkur leid svo vel tharna) xxxJoka

    ReplyDelete
  2. Bara yndislegt :)knús, Olla

    ReplyDelete
  3. Mig langar svo að knúsa og kreista guðson minn og hjartans preluna þegar ég sé þessa mynd:)
    Knús HH

    ReplyDelete
  4. Vá yndisleg mynd af þeim :)Finnst svo frábært að þú ákvaðst að að byrja að blogga elsku vinkona, ég les aftur og aftur pistlana frá þér og er nú búin að læra að kommenta hehe.
    knús til ykkar ErlaK.

    ReplyDelete
  5. Vá hvað þetta er flott mynd! Guðdómlega fallegur drengurinn með þessi stóru augu sín. Ætlar greinilega ekki að gefa systur sinni neitt eftir!
    Er búin að vera á leiðinni að senda þér e-mail mjög lengi. Læt vonandi verða að því við tækifæri.

    ReplyDelete
  6. Yndilega falleg börn. Hjálpar mér mikið að sjá aðra í svipaðri stöðu og ég. Ég get samsinnst svo mörgu sem hér er skrifað og mun svo sannarlega halda áfram að commenta og lesa ;)
    kv. Maggý

    ReplyDelete
  7. Já Jóka það er sko alveg rétt hjá þér að vera hamingju samur hraustur og glaður og með allt góða fólkið sitt í kringum sig það er það besta :) og spurði einmitt Óla hvenær þið voruð í Belgíu hahah þið eruð sko sannarlega búin að vera út um allt... :D Rakel endilega sendu mér línu;) Maggý já það er líka svo gott að tala og heyra og lesa við fólk sem er í svipaðri aðstæðu... mér finnst það líka og ég er bara svo glöð að þú hafir skrifað hérna inn því annars hefði ég aldrei vitað með strákin ykkar. Haldið áfram að lesa og kommenta það er svo gaman ;)
    knús S

    ReplyDelete