Monday 15 August 2011

"Vampíru bani"

Já þessar blessuðu moskídó flugur.... mér líður alltaf eins og það séu Vampírur inní herberginu þegar ég vakna upp á nóttunni við svona flugusuð..... Læt Óla greyið fá taugaáfall yfir móðursýkinni í mér og hann stekkur bókstaflega uppúr rúmminu og fer á veiðar :D

þessar flugur létu okkur blessunarlega í friði í Helsingborg og gæti rokið sem er þar verið ástæðan eða kanski vorum við bara ekki orðin nógu sæt :)
Þegar við bjuggum í Haderslev var þetta algjör plága og var Andrea á tímabili eins og hún hafi fengið hlaupabóluna. Það dugði ekki einusinni að smurja hana með svona anti moskídó kremi þá réðust þær bara í andlitið á henni. Við enduðum á að kaupa svona moskídó tjaldnet og svaf prinsessan fínt og óáreitt.
Hér aftur á móti þá sleppa þær ein og ein inn og vöknum við eða ég er akkurat að gefa og þá fara þær að suða ..... Óli bani fer þá af stað já eða ég.... Við náðum ekki einni í nótt og er ég, Andrea og Viktor með bit í Andlitinu og Óli á öxlinni. Ohh og þetta er svo vont... klæjar eins og ég veit ekki hvað. Einhverntíman þegar ég var á spáni með mömmu og pabba þá var mamma með eitthvað svona tæki sem að fældi þessa flugur frá, ég hef leitað út um allt af svoleiðis græju en ekkert sniðugt fundið... Svo ef þið lumið á banaráðum þá endilega látið mig vita ;)

Fjölskyldan skellti sér til Gent í dag og ætluðum rétt að kíkja í búðir og rölta... eitthvað miskildum við ja eða tja bara erum svo ný hérna. Það var frídagur hjá öllum í Belgíu... veit ekki afhverju og allt var lokað. Já allt nema resturantarnir, svo við skelltum okkur á kaffihús og nutum þess að rölta í mann mergðinni og skoða fólk og gömul hús ;) Svo kósý, var eins og sunnudagur og ekki erum við vön að hafa pabba heima á sunnudögum svo þetta var extra bónus:)

Svo var ég að henda fullt af myndum og myndböndum inn á síðuna hjá krökkunum og já rétt í þessu þá rankaði ég við mér og Viktor sem var á miðju leikteppinu á bakinu var komin útaf og á magan.... ohh þetta er svo yndislegt. Já og hann sem er svo sterkur í löppunum er að reyna að koma sér á maganum uppá teppið aftur :) Litlir en stórir sigrar :D Góður dagur.

kram S

No comments:

Post a Comment