Friday 5 August 2011

Sveitinn.... já eða smá sveitinn...

Já við eigum heima í smá sveit núna.... eða þetta er svoldið yndislega spes hérna í Belgíu... það er allt svo nálægt okkur... Allar borgir... mér finnst ég rétt búin að keyra í smá stund á þá erum við komin til Gent, Antwerpen, Brugge já eða Lille í Frakklandi.
En svo er það líka þannig að við búum ekki í bænum þar sem liðið er heldur í litlum bæ sem er einskonar úthverfi tekur um 5-10 mín að keyra á milli en samt eru alltaf kýr og akrar útum allt og er þetta þannig hérna að þú ert alltaf að keyra á milli lítilla smá bæja. Þessir smá bæjir eru alveg einstaklega krúttlegir og ég tala nú ekki um kýrnar og bara öll dýrinn sem við keyrum framhjá já eða bara löbbum framhjá :) Það er geit og hestur í garðinum í næstu götu  :)

Ég er ekki mikið sveitabarn... enda fædd og uppalin í borginni... en Óli já hann kemur úr árbænum var náttúrulega sveit þegar hann ólst upp;) honum finnst allt við sveit æði. Hefur meira segja stungið upp á því að við flytjum á sveitabæ þegar við flytjum heim ;) já og það hafa verið mis góðar undirtektir hahaha
En stundum í ákveðinni vindátt held ég... þá er líka þessi ylmandi skítalykt að mínu mati.... Óli segir sveitalykt/unaðslykt:) Hann kallar stundum á mig út og tekur með tilþrifum anda inn anda út og hendur og allt með og segir.... hvaða lykt er þetta.... og ég ætla auðvitað að segja skítalykt en hann tekur framm í fyrir mér og segir neeee unaðslykt ;)

En svo yfir í annað beljurnar í Belgíu.... wowwww þær eru margar... og finnst mér ekki skrítið að eftir að hafa verið hér í nokkra daga hafi Andrea sagt mamma ég veit afhverju landið heitir Belgía... það er svo mikið af beljum hérna.....
já þær eru margar og massívar.... svona beljur hef ég bara aldrei séð... Svo svo stórar og vöðvastæltar... já erfitt að útskýra þetta en það eru bara vöðvar útum allt.... hahah

Óli fór í göngutúr í hverfinu/(sveitinni) í gær og náði mynd af einni þessi virkar eh voða stutt en þær eru stórar :D

Svo eftir að við fluttum til Danmerkur þá þurftum við oft að fara á milli Haderslev og Kolding já og ef við brugðum undir okkur betri fætinum og fórum til Arhusa eða Köben. Já þá var auðvitað keyrt og var Andrea komin með algjört ofnæmi fyrir að keyra í gegnum "sveitina" það er semsagt þegar við erum að keyra þar sem að eru enginn hús.... 
Alltaf þegar við förum og fórum í bílinn þá spyr og spurði hún erum við að fara í sveitina.... og maður var farin að svara bara smá í sveitina.... En núna þá er þetta bókstaflega smá í sveitina því það lýður aldrei langur tími þar til að það kemur bær aftur ;) sem er auðvitað mjög jákvætt og engin tár eða fýla ;)

En jæja ætla að fá mér einn ylmandi sterkan kaffi... ;) mikið tek ég undir það sem einhver sagði "kaffi er kraftaverka drykkur" :D Viktor er aðeins að stríða mömmu sinni þessa dagana og vaknar kl 7 á morgnan... æ munar 7 eða 8 :) svo það er bara að harka í sig kaffi og hafa það kósý...

Kram frá BE

Sibba og co

2 comments:

  1. Hlakka til að koma og sjá allt í nágrenninu...sérstaklega París...verður að lofa að fara með mig til Parísar þegar ég kem og já líka Antwerpen...

    ReplyDelete
  2. Já já já auðvitað færðu að sjá allt í nágreninu... París er samt minnst í nágreninu ;) En ef þú segir parís þá er það parís... Antwerpen er bara must ;)

    ReplyDelete