Monday 1 August 2011

Sunnudagur til sælu :)

Já það var sko sunnudagur til sælu á okkar heimili. Ég og "little miss helpful" þrifum allt hátt og lágt.... Andrea er alveg einstaklega góð í þessu og svei mér þá minnir mig á Ollu vinkonu mína þegar hún byrjar.... Það er allt tekið með trompi... ryksugað, þurkað af og allt fer á réttan stað.... Reyndar stundum þegar hún tekur til í herberginu sínu þá á svolidð mikið af dóti sem hún veit ekki hvað á að gera við til með að enda undir rúmmi.... Já og það minnir mig ekki á Ollu hahaha ;) Alltaf að þrífa..... dudududud (sungið við flash dans lagið ;)

Þegar allt var að verða hreint og klárt þá skelltum við frk hjálpfús okkur í að slá í garðin... fjúff það var auðvitað orðið allt of hátt grasið en við kláruðum þetta ;) hún var eins og herforingi með hrífuna og skipaði mér að taka þessa og hina hrúguna.

Erum svo búin að eiga yndislegan dag rúlluðum upp til Antwerpen og hittum þar Bjarna og Dóru Sif kærustuna hans. Þau búa hérna rétt hjá .... já það er eiginlega allt rétt hjá í Belgíu :) . Nutum þess að dúlla okkur í góða veðrinu og þau voru svo yndisleg að sýna okkur hvar það helsta var í þessar fallegu borg:)
 kram
Sibba og co

1 comment:

  1. Anna Greta Gretarsdottir4 August 2011 at 09:10

    En gaman að fá að fylgjast með ykkur hérna á blogginu, guð hvað þið mæðgur er dásamlegar að vanda :o) Hlakka til að lesa og sjá næstu færslu - bið að kærlega að heilsa ykkur öllum.

    Knus Anna og Karólína Silfá (sem by the way er orðin 4300 gr ;o)

    ReplyDelete