Thursday 18 August 2011

Mamma

Mamma mín er alveg einstök manneskja :) svo voðalega góð og held ég bara að það væri erfitt að finna eins góða mömmu og hana mömmu.... Andrea dóttir mín horfir oft á hana þegar amma er að dekra hana og segir amma þú ert svo góð :D
Ég held að það hafi mótað hana mömmu mína mikið að þegar hún var aðeins 10 ára þá missti hún mömmu sína. Amma mín fór á fæðingadeildina til að eignast áttunda barn þeirra afa og kom ekki heim aftur, hún hafði verið með blóðtappa í fætinum sem fór af stað í fæðingunni og upp í hjartað.

Í gær las ég um konuna sem fékk blóðtappa í lungun og dó, hún dó frá tvíburum sem eru nú að heyja baráttu um líf sitt á vökudeild landsspítalans og fjögra og átta ára gömlum börnum. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá þetta var að hringja í mömmu og athuga hvort hún vissi eitthvað meira um þetta. Mamma vissi ekki mikið meira en ég og sagði ég við hana mamma ég ætla bara að vona að vona að þetta var ekki eins og með mömmu þína..... Amma hafði kvartað yfir verkjum í fætinum á meðgöngunni en læknarnir sannfærðu hana um það að þetta væri nú bara óléttan. En svo kom hún aldrei heim af fæðingadeildinni. Afi gat aldrei litið lækna sömu augum aftur. Ég og mamma fengum báðar kökk í hálsin þegar við töluðum saman um þetta ..... það er held ég þessi móðurtilfinning.
Þegar ég talaði við mömmu þá hélt ég á Viktori í fanginu ég horfði á þennan fullkomna pung og sagði mamma svo grét ég yfir einhvjerjum auka litning. Við erum bæði hér ég og Viktor.... Lífið er margslungið en eitt er víst að það er gjöf og þess skal njóta.

Vinkona mín missti mömmu sína fyrir nokkrum árum, áður en ég talaði við vinkonu mína þá sagði mamma við mig ekki og bara aldrei segja við vinkonu þína "þetta lagast" því þetta lagast aldrei þú lærir bara að lifa með þessu. Það kemur enginn í stað mömmu... tvíburarnir og þessi tvö börn eiga vonandi sterkarn pabba og góða fjölskyldu sem hlúa að þeim og halda því áfram út lífið. Þau eru í bænum mínum og verða það..

Söfnunarreikningur fyrir fjölskylduna, Reikningsnúmer: 0322-13-700345
Gísli Kr. Björnsson, kt.: 080171-5529


Kram frá BE

S




6 comments:

  1. Mikið er ég sammála þér Sibba mín.
    Við eigum að þakka fyrir á meðan maður hefur heilsu og alla í kringum sig við elskum. Ég get ekki hætt að hugsa til fjölskyldu tvíburanna. Þetta er svo ofboðslega sorglegt og langar manni að gera eitthvað fyrir þau.

    Knús til þín elsku Sibba mín.
    Svanhvít

    ReplyDelete
  2. Fallegt Sibba mín, mömmur eru einstakar og jafnar maður sig aldrei á þeim missir. En eins og þú segir þá er lífið gjöf og verður maður að halda áfram og njóta þess góða sem maður hefur. Þetta er alveg hræðilega sorglegt með stelpuna, ég var lánsöm að fá að vinna með henni í nokkur ár. Nú liggur hugur manns hjá litlu stelpunum.

    Knús til ykkar, Erla

    ReplyDelete
  3. Svo satt og rétt og yndislegur pistill. Hugur manns er svo sannarlega hjá þeim þessa dagana. Knús til ykkar allra elsku Sibba. Olla

    ReplyDelete
  4. Já þetta er alveg hræðilegt...
    Maður á að kunna að meta það sem að maður hefur og við erum sérstaklega heppnar að eiga svona yndislega mömmu þar er enginn vafi á...
    Mamma þú ert hetja að hafa tekið svona vel á okkur þremur í öll þessi ár!!

    ReplyDelete
  5. Fallegur pistill hjá þér Sibba og svo rétt. Hugur minn er hjá öllum börnunum hennar fjórum og manninum hennar.

    Var að lesa síðustu færslur því ég hef ekki haft tök á því fyrr en nú. Þú baðst um ráð við moskító. Mér var kennt að taka B vítamín og hafa opna B vítamínkrús á náttborðinu. Kemur kannski smá lykt af því en þetta á að halda þeim frá :)

    Kveðja af Skaganum,
    Beta

    ReplyDelete
  6. ég hugsaði líka um ömmu þegar ég heyrði af þessu .. hvernig getur svona gerst árið 2011 ..

    tökum skype-spjall við tækifæri .. knús til Belgíu
    kv. Guðfinna

    ReplyDelete