Viktor var aðeins nokkra klukkutíma gamall þegar við fengum að vita að þeim grunaði að hann hefði Downs heilkennið. Næstu klukkutímar, sólahringar og vikur fóru í smá móðu og eins mikil gleði það var og er að eignast barn þá fylgdi þessum fréttum mikil sorg. Maður syrgir það líf sem að maður ætlaði barninu sínu og spyr sig ótal spurninga. Eins og mun hann geta gert þetta og hitt... eitthvað sem ég hef aldrei hugsað um með Andreu. En eftir að Viktor hafði farið í öll test sem þurfti að gera (hjarta, eyru og augu) og við búin að fá okkar tíma til að tala, gráta, spá og spökulera. Þá var bara farið í að njóta hans og er hans notið á hverjum degi. Hann er duglegur og meirisegja bara rosalega duglegur. Hann verður og er seinni en Andrea og stundum þá hugsa ég hmmm er þetta auka litningurinn eða er þetta af því að hann fæddist 4 vikum fyrir tímann.
Lára systir sagði við mig um daginn æ Sigurbjörg mér finnst eitthvað svo skrítið þegar fólk segir að börnin sín séu fullkomin.... ég hugsaði mig um í smá stund, velti því fyrir mér hvort ég hafi sagt þetta kannski um börnin mín. Svo sagði ég við hana æ veistu Lára ég held að þú eigir kannski eftir að skilja þetta þegar þú eignast börn.
Þetta hefur setið svoldið í mér að því leitinu til að ég hef svo oft horft á Viktor og hugsað skrítið hvernig þessi auka litningur virkar (það er skimað eftir honum).... því þegar hann fæddist þá fékk maður óra grúa af upplýsingum um hvað getur fylgt þessu heilkenni og verður það stundum yfirþyrmandi. En þegar ég horfi á son minn þá getur vel verið að ég sjá eina línu í hendi hans en fyrir mér er hann fullkominn.
sog co
Flott hjá þér Sibba og gaman að lesa :)
ReplyDeleteGaman að lesa þetta, en mér leið nákvæmlega eins þegar eldri sonur minn var greindur með einhverfu....þessi eftirsjá um það líf sem maður hafði hugsað fyrir barnið sitt. En það var fljótt að rjátlast af manni af því börnin manns eru einmitt fullkomin alveg eins og þau eru....hvernig sem þau eru ;)
ReplyDeletekv. Maggý úr Kópavoginum.
Mjög góður pistill Sibba - og já, ég átti held ég alltaf eftir að óska þér til hamingju ;)
ReplyDeleteVið eigum núna tvo snúða og hann Jón Ágúst okkar sem er 4ra ára er að fara í greiningu núna eftir mánuð til að sjá hvort það sé eitthvað sem hrjáir hann. Ég geri ráð fyrir að það sé nú ekkert alvarlegt en hann hefur alltaf verið seinn til og þurft að berjast extra mikið fyrir því að læra að hreyfa sig og tala. Samt er hann og verður alltaf yndislegi litli strákurinn okkar og við viljum honum allt það besta. Þegar á hólminn er komið, hvort sem börnin manns eru það sem fólk kallar "heilbrigð" eður ei, þá er það eina sem skiptir mál að þau séu hamingjusöm. Það á svo sannarlega við um hann Jón Ágúst okkar (og Viktor Inga líka) og ég vona að það eigi líka við um hann Viktor ykkar.
Knús frá Køben,
Ragga
p.s. væri gaman að hittast (með Erlu?) næst þegar þú kemur í stórkaupstaðinn ;)
Mikið er ég ánægð með þig að vera byrjuð að blogga Sigurbjörg! :D
ReplyDeleteÉg er alveg sammála þér, sama hversu lífið getur verið erfitt og hve miklar áhyggjur maður hefur af framtíðinni, þá eru börnin manns samt alveg eins og þau eiga að vera. Maður lærir að sjá kostina og fagna framförum.
Stundum hef ég hugsað hvað það hlýtur að vera mikið auðveldara að eiga "eðlilegt" barn, en þá væri hún samt ekki sama barn, með alla sína frábæru kosti :)
Einu sinni heyrði ég ca tvítugar stelpur tala um hvað feit ungabörn séu ljót. Get rétt ímyndað mér að það breytist þegar þær eignast sjálfar börn.
Frábært hvað Viktor er heilsuhraustur og duglegur. Vonandi heldur áfram að ganga vel með þau bæði.
Knús yfir til Belgíu :*
Takk HJördís:)
ReplyDeleteMaggý veistu það er alltaf erfit að heyra það að barnið sitt sé að einhverju leiti fatlað og fannst mér það eiginlega það erfiðast. En það sem skiptir máli eins Ragga sagði hérna áðan er að þau séu hamingjusöm, glöð og líði vel. Og þau eru fullkomin eins og þau eru og eins og Rakel kom inn á að ef Viktor væri ekki með Downs þá væri hann auðvitað ekki Viktorinn okkar. :D Gaman að fá kommentin ykkar og endilega halda áfram að kommenta hjá mér ef þið lesið meira ...
það er svo miklu skemmtilegra að skrifa... þegar maður fær svona feedback og fær að heyra hvernig hlutirnir eru hjá öðrum
kram
s