Monday, 29 August 2011

Festivale


Belgar eru voða festivala glaðir og er víst festivale í næstum hverjum bæ eða þorpi einhvertíman yfir sumarið. Yfirleitt tengjast þessi festivöl einhverju sérstöku eins og þegar við vorum í Antwerpen um daginn þá var matar og vín festival. Voru þá fullt af básum/tjöldum og flottir resturantar með hvern og einn að bjóða upp á mat frá sér... og ef þér leist á þá gastu keypt þér stærri skammt og fengið þér sæti á einu af mörgum borðunum og keypt þér drykk. Voða krúttað og svo voru hugguleg tónlist spiluð af allskonar hljómsveitum.


Það er festival í bænum okkar núna. Það heitir Waregem Koerse og er margra ára hef hér í bænum, alltaf í lok ágúst ár hvert. Festivalið byggir á veðreiðum og koma alveg rosalega margir í bæinn þessa viku sem festivalið er, frá miðvikudagskvöldi til þriðjudags. Bærinn er hreint út sagt undirlagður af hesta þessu og hesta hinu... allir búðargluggar eru með hnakka eða annan hesta útbúnað í útstillingum sínum. Svo eru endalaus svona tjöld eða markísur útum allt og margir sem bjóða upp á kampavín :)




Aðal dagurinn er á þriðjudaginn þegar aðal veðreiðarnar eru. Liðið hans Óla fær frí þennan dag því allir eiga víst að fara... því þetta á víst að vera voðalega gaman. Þetta er einskonar Ascot belga, konurnar eru víst með hatta og nóg er af kampavíni og karlarnir jú og konurnar á fullu að veðja:) Við vitum ekki hvort við komumst því við eigum að fara með Viktor til hjartalæknis og erum ekki viss hvort við náum aðal veðreiðinni sem á að byrja kl fimm. En ef við verðum í tíma þá ætlum við að skella okkur bara til að sjá þetta.

Þessi er rosalega mikið fyrir myndir núna ;)




yfir og út í bili 
S

2 comments:

  1. Yndisleg mynd af litlu vinkonu minni! Hló upphátt þegar ég las lýsinguna - það getur verið svo erfitt að pósa stundum! Knús á ykkur...

    ReplyDelete
  2. Vá! Þetta hljómar eins og bæjarhátíð sem ég gæti skemmt mér á ;) Stórt knús til ykkar.

    ReplyDelete