Við höfum flutt í milli fjögurra landa á fjórum árum og 3 mánuðum....... já það mætti segja að ég sé orðin ágætlega sjóuð í þessu. Við fórum frá Englandi til Svíðjóðar til Danmerkur og erum svo komin til Belgíu.
Þetta er búið að vera hörku vinna en líka alveg rosalega lærdómsríkt og sem betur fer eigum við yndislega fjölskyldu og vini sem hafa sýnt okkur ómetandi stuðning og alltaf verið boðin og búin til að hjálpa okkur þegar við þurfum. Já því það hefur núna gerst tvisvar á þessum þremur flutningum að við erum með nýfætt barn líka.... jahá eins og það sé ekki bara nægar breytingar að vera fá nýtt barn í heimin... nei þá þurfum við alltaf að bæta því í hnappagatið að flytja ;)
Þetta hefur allt saman blessast hjá okkur og erum við búin að koma okkur fyrir í húsinu en erum bara svona að redda hinu og þessu... Það þarf að fá kennitölu og tryggingakort og bíllinn og leikskóli... En við erum með lista og það gengur vel að tikka af honum.
Andrea byrjar í skóla 1. september já þetta er smá öðruvísi en við erum vön frá Danmerku og Svíþjóð já og Íslandi. Hér byrjar "skólin" þegar þau eru tveggja og hálfs árs. Eða þetta er nú víst einskonar leikskóli en samt eru þau í bekk og eru líka að læra...en mest allt er jú lærdómur í leik. Við skráðum Andreu í skóla í litla þorpinu okkar frekar krúttaðann lítinn skóla og vonum við að hún fái jafnvel bara betri aðstoð því skólinn er ekki svo stór... sérstaklega til að byrja með meðan hún er ekki alveg komin með málið.
Ég fór með hana í morgun í svona skólanámskeið og vinkona hennar hún Lísa var ekki í dag... æ það var svo erfitt fyrir móður hjartað að skilja hana eftir... og var hún samviskusamlega búin að læra Bel mamma sem þýðir hringja í mömmu, ef ské kynni að hún yrði alveg ómöguleg og vildi fara heim. :) Það er ekki enþá búið að hringja í mig... svo við sjáum.
Með svona flutningum á milli landa þá lærir maður já alveg hreint heilan helling... það er margt sem er öðruvísi en heima.... (sem er þá hvar hmmm.. Ísland?) og á milli þeirra landa sem við höfum búið í. En það sem að ég reyni alltaf að gera er að pirra mig ekki of mikið á því sem fer í taugarnar á manni.... því oftast eftir að maður er búin að búa í landinu í nokkurn tíma þá sér maður að þetta var ekki svo vitlaust þrátt fyrir allt. Til dæmis gleymi ég því ekki hvað mér fannst bankakerfið stupid í Bretlandi þegar við bjuggum þar.... svo slow og alltaf verið að tékka á einhverju svindli (fraud/peningaþvætti osfr) og heima var þetta svooooo miklu betra.....
Hmmmmm já eftir nokkur ár og þegar allar þessar reglur og skrifræði var búið að koma í veg fyrir að það færu svindlarar inn á reikninginn okkar og já tölum ekki um þegar bankarnir féllu heima... Þá fannst mér þetta ekkert svo rosalega stupid ;)
Já og allar reglurnar í svíþjóð.... og bréfin í Danmörku.... sem maður á bara að bíða eftir (er reyndar ekki enþá búin að sjá hversu gott það er). Ég er ekki komin inn í allt í Belgíu til að geta nefnt eitthvað hér :)....
Svo er allt þetta sem er svo gott og flott í hverju landi sem ég myndi vilja taka með mér heim þegar við flytjum þangað og innleiða ;) Það er nefnilega ekki allt best á Íslandi eins og ég hélt og grenjaði í við mömmu þegar ég var nýflutt til Bretlands. Ísland er gott og meiri segja bara best í heimi eins og við segjum svo oft... en það er samt ekki allt sem er betra þar en í öðrum löndum held ég. Eitt er víst að allir þessir flutningar okkar hafa gert það að stelpan sem fór frá Íslandi 22 ára gömul og kannski svoldið þröngsýn... hefur víkkað sjóndeildarhringinn mikið ;)
En yfir og út í bili
S
Já nákvæmlega hvert er hið fullkomna land? :)
ReplyDeletebland af öllum....?
ReplyDeleteGaman að heyra hvað þú ert að bralla Sibba mín. Gangi þér ofsalega vel í nýja landinu og vonandi sé ég þig fyrr en síðar. Kveðja Jónína Björk
ReplyDeletehehe fyndið...ég lennti einmitt líka allfat að flytja á milli landa reyndar kaasólétt, eða komin 34 vikur og svo 36 vikur og svo í annann bæ kominn 6 mánuði með Jóel, svo þetta er bara svona í þessu fótboltalífi sem við lifum í. Það er svo margir fleiri góðir kostir í þessu en einmitt er þetta stærsti gallinn finnst mér, sennilega þegar börnin er orðin eldri. Við erum búin að taka ákvörðun að flytja á Klakann í maí á næsta ári, en þá verður Ísak rúmlega 9 ára, og mamman og pabbinn búin að þvælast í þessu í 14 ár og vil ég fara að festa rætur fyrir ormana :-) Knús á ykkur xxx
ReplyDeleteJá Jóka mín það er sko alveg rétt... en maður lærir jú líka helling... en núna þegar Andrea er orðin eldri þá fer þetta að vera erfiðara svo við veðjum á Belgíu ;) Yndislegt að þið séuð að fara á klakan.... sá eitthvað um að Jói væri að fara í ÍA..... geggjað að þeir séu komnir upp í úrvalsdeild... Knús á ykkur
ReplyDeletes